Enski boltinn

Jóhannes Karl laus frá Burnley

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson vaknar sem frjáls maður í fyrramálið því hann hefur náð samkomulagi um starfslokasamning við Burnley. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag.

Samningur Jóhannesar við Burnley átti að renna út í sumar en hann fær að losna fyrr enda hefur félagið engin not fyrir hann.

Jóhannes Karl var settur í tveggja vikna bann hjá liðinu á dögunum fyrir að gagnrýna stjóra liðsins. Ekki eins og bannið hafi breytt miklu því Jóhannes var hvort eð er ekkert að spila með liðinu.

Verður áhugavert að sjá hvar hann endar í sumar.









 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×