Innlent

Vatnsleki í Vesturbæjarskóla - skólahaldi aflýst

Allri kennslu hefur verið aflýst í Vesturbæjarskóla í dag þar sem kalt vatn flæddi um ganga skólans í nótt. Lekinn uppgötvaðist um klukkan átta og hefur slökkviliðið unnið að dælingu síðan þá. Vatnið fór um stærsta hluta fyrstu hæðar skólans og er töluvert tjón í matsal skólans. Þá er skólinn vatnslaus enn sem komið er. Foreldrar eru því beðnir um að sækja börnin sín í skólann. Síðar í dag verður tilkynnt um hvort skólahald geti farið fram á morgun með eðlilegum hætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×