Innlent

Vill að Alþingi stöðvi ákæru gegn mótmælendum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Valur Gíslason vill að Alþingi hlutist til um ákærurnar.
Björn Valur Gíslason vill að Alþingi hlutist til um ákærurnar.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru gegn nímenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa rofið friðhelgi og fundarfrið Alþingis og fyrir húsbrot.

Björn Valur segir í greinagerð með tillögunni að einungis einu sinni hafi verið dæmt fyrir sambærilegt brot. Það hafi verið í kjölfar mótmæla vegna inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið 30. mars 1949 þegar til átaka kom við Alþingishúsið. Björn Valur segir að sá dómur hafi verið álitinn slæmur og til að draga úr tiltrú fólks á réttarríkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×