Innlent

Mótmælendur fylltu Héraðsdóm Reykjavíkur

Mótmælendur fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Mótmælendur fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mynd Egill

Fullt var út úr húsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar taka átti fyrir mál nímenningana sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi í mótmælendaaðgerðum stuttu fyrir jól 2008.

Fjölmargir einstaklingar sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni hafa krafist þess að vera einnig ákærðir fyrir mótmæli sín. Meðal annars skrifuðu á fjórða hundrað einstaklinga undir skjal þess eðlis þar sem farið var fram á að þeir yrðu ákærðir líkt og mótmælendurnir sem fóru inn á Alþingi í mótmælendaskyni.

Allir þeir sem hafa verið ákærðir hafa neitað sök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×