Innlent

Sigurður Pétursson bæjarstjóraefni Í-listans

Sigurður var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2007-2009.
Sigurður var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2007-2009. Mynd/Pjetur

Sigurður Pétursson fyrsti maður á framboðslista Í-listans er bæjarstjóraefni listans. Sigurður hefur starfað sem oddviti Í-listans í bæjarstjórn undanfarin fjögur ár.

Samfylkingin, Frjálslyndir og óháðir og Vinstrihreyfingin - grænt framboð standa að framboðinu. Í-listinn fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006, Framsókn einn og Sjálfstæðisflokkur fjóra.

Málefnaskrá Í-listans verður kynnt á miðvikudag 19. maí. Íbúar Ísafjarðarbæjar og grasrót Í-listans hafa undanfarið fundað með frambjóðendum til að móta stefnuskrá fyrir framboðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá framboðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×