Innlent

Vigdís Finnbogadóttir gerð að heiðursborgara í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri tilkynnti að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið gerð að heiðursborgara í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Borgarráð samþykkti tillögu Hönnu Birnu borgarstjóra þess efnis á fundi ráðsins í morgun.

Vigdís Finnbogadóttir fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni af því hefur Reykjavíkurborg auk þess ákveðið í samvinnu við Háskóla Íslands að taka þátt í uppbyggingu torgs til heiðurs Vigdísi við fyrirhugaða nýbyggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á lóð Háskóla Íslands við Brynjólfsgötu, vestan Suðurgötu. Torgið mun hafa beina skírskotun til starfsemi stofnunarinnar og þar af leiðandi helstu hugðarefna Vigdísar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri rifjaði upp við athöfnina að ævi Vigdísar væri samofin sögu Reykjavíkur. Vigdís og hennar kynslóð væri í raun fyrsta borgarkynslóðin í Reykjavík. Vigdís hefði hvergi dregið af sér í þágu borgar og þjóðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×