Enski boltinn

Enn skoraði Gylfi fyrir Reading

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Sigurðsson skoraði sitt fimmtánda deildarmark á tímabilinu í kvöld.
Gylfi Sigurðsson skoraði sitt fimmtánda deildarmark á tímabilinu í kvöld. Mynd/Heimasíða Reading

Gylfi Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með enska B-deildarliðinu Reading sem gerði 2-2 jafntefli við Scunthorpe í kvöld.

Þetta var fimmtánda mark Gylfa í deildinni í vetur en alls hefur hann skorað níu mörk síðan 13. mars sem er ótrúlegur árangur.

Gylfi kom sínum mönnum í 2-0 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu. En Scunthorpe náði að skora tvívegis á síðustu átta mínútum leiksins og þar við sat.

Reading er í níunda sæti deildarinnar með 60 en tvær umferðir eru óleiknar í deildinni.

Brynjar Björn Gunnarsson sat allan leikinn á varamannabekk Reading en þeir Ívar Ingimarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson voru ekki í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×