Innlent

Slitastjórnin finnur ekki heimilisfangið hans Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson virðist vera heimilislaus samkvæmt ítarlegri leit slitastjórnar.
Jón Ásgeir Jóhannesson virðist vera heimilislaus samkvæmt ítarlegri leit slitastjórnar.

„Það hefur reynst okkur erfitt að finna heimilisfang á hann [Jón Ásgeir Jóhannessonar.innsk.blm.]," segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en hún er ekki viss hvort búið sé að birta Jóni Ásgeir Jóhannessyni stefnu bankans yfir honum og meintum samverkamönnum hans.

Þetta sagði Steinunn á blaðamannafundi í dag þar sem stefnan var kynnt en þar kom meðal annars fram að Jóni sé gert að leggja fram tæmandi lista yfir eignir sínar 48 klukkustundum eftir að stefnan hefur verið birt honum. Listinn á að vera trygging á kröfu slitastjórnar Glitnis sem hljóðar upp á sex milljarða króna fyrir alla aðila.

Jóni er einnig bannað að stunda viðskipti út um allan heim fyrir hærri upphæð en 6 milljarða. Skili Jón Ásgeir ekki listanum á hann yfir höfði sér fangelsisdóm í Bretlandi. Ef listinn verður ekki fullnægjandi á hann einnig þriggja ára fangelsi yfir höfði sér.

Gallinn er hinsvegar sá að slitastjórn hefur reynt að finna Jón Ásgeir á árangurs. En að sögn Steinunnar þá virðist vera ómögulegt að finna heimilisfangið hans. Því er óljóst hvort Jón Ásgeir hafi fengið stefnuna í sínar hendur.

Aðspurð hvað Steinunni finnist um viðbrögð Jóns Ásgeirs sem birtust á Pressunni.is fyrr í dag, þar sem hann sagði hana eiga yfir höfði sér áratuga fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að misnota bandarísk réttarkerfi, svaraði Steinunn: „Ég átti ekki von á því að hann yrði ánægur með þetta."

Boðað hefur verið til milliþinghalds í Bretlandi í lok maí vegna kyrrsetningabeiðninnar. Steinunn segist frekar búast við því að Jón og félagar taki til varna og því má vera að þinghaldinu verði frestað eða flýtt.


Tengdar fréttir

Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME

Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis.

Pálmi Haralds: Vanþekking slitastjórnar Glitnis með ólíkindum

„Málssókn þessi er tilhæfulaus með öllu og gerð í þeim augljósa tilgangi að setja stefndu í þá stöðu að geta ekki varið sig," segir athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson í yfirlýsingu vegna ákvörðunar slitastjórnar Glitnis að höfða mál á hendur honum og fleiri aðilum fyrir dómstól í Bandaríkjunum. Pálmi segir að málssóknin gegn sér sé augljóslega byggð á misskilningi og vanþekkingu slitastjórnarinnar á því hverjir sátu í stjórn Glitnis. Sú staðreynd eins og sér sé með ólíkindum.

Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti

„Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann."

Kaupin á TM voru glórulaus fyrir Glitni

Í stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstóli í New York er fjallað um leikfléttuna í kringum kaupin á Tryggingamiðstöðinni (TM) en þau kaup eru sögð hafa verið glórulaus fyrir Glitni. Á endanum tapaði bankinn tæplega 26 milljörðum kr. á þessum kaupum.

Afglöp og vítaverð vanræksla endurskoðenda Glitnis

Slitastjórn Glitnis stefnir endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers fyrir afglöp í trúnaðarstarfi og vítaverða vanrækslu. Endurskoðendurnir eru sakaðir um að hafa gróflega rangfært áhættu Glitnis og stuðlað að sviksamlegri fjáröflun bankans í New York.

Formaður FLE: „Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel“

„Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru,“ segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu skilanefndar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum.

Endurskoðendur Glitnis brutu gegn starfsskyldum sínum

PricewaterhouseCoopers (PwC) brutu gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×