Íslensk samstaða er forsenda viðræðna 13. janúar 2010 05:00 Forsenda þess að Bretar og Hollendingar hefji viðræður við Íslendinga um nýja Icesave-samninga er að full samstaða takist með íslensku stjórnmálaöflunum. Í slíkri samstöðu myndi felast trygging fyrir að nýir samningar myndu halda. Um leið þurfa, að mati Breta og Hollendinga, að liggja fyrir skýr samningsmarkmið af hálfu Íslands. Íslenskum stjórnmála- og embættismönnum, sem átt hafa í samskiptum við starfsbræður sína í Bretlandi og Hollandi, hefur verið gert þetta ljóst. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa þau samskipti verið stöðug síðustu daga. Upplýsingum er miðlað á báða bóga og þreifað á viðmælendum en engar formlegar yfirlýsingar verið gefnar. Þá hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hitt að máli sendiherra nokkurra Evrópuríkja á Íslandi. Bretar og Hollendingar eru varfærnir enda forðast þeir íhlutun í íslensk innanríkismál. Þeim er bent á að mikil óvissa kunni að skapast um lyktir Icesave felli íslenska þjóðin lögin þar um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í krafti þess er reynt að fá þá að samningaborðinu að nýju. Lagt er upp með að nýjar viðræður yrðu frábrugðnar hinum fyrri að því leytinu til að sáttasemjari yrði fenginn til að stýra þeim. Bretar og Hollendingar hafa sagt að eigi að koma til nýrra viðræðna þurfi Íslendingar að óska eftir þeim með formlegum hætti. Þeir muni ekki biðja um viðræður að fyrra bragði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddi á mánudag, auk fjármála- og utanríkisráðherra, við forystumenn stjórnarandstöðunnar. Þar var sammælst um að reyna að koma málinu í sáttafarveg. Eftir fundinn sagði Jóhanna Breta og Hollendinga hafa lýst skilningi á stöðunni hér þótt þeir hafi um leið lýst vonbrigðum með hana. Auk þess að reyna að finna flöt á nýjum viðræðum við Breta og Hollendinga hafa íslensk yfirvöld átt í samskiptum við Norðurlöndin vegna lánamála. Samningar um lánveitingar fóru í salt í framhaldi af ákvörðun forseta Íslands í síðustu viku. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert nýtt gerst á þeim vettvangi en áfram er reynt að þoka málum. bjorn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Forsenda þess að Bretar og Hollendingar hefji viðræður við Íslendinga um nýja Icesave-samninga er að full samstaða takist með íslensku stjórnmálaöflunum. Í slíkri samstöðu myndi felast trygging fyrir að nýir samningar myndu halda. Um leið þurfa, að mati Breta og Hollendinga, að liggja fyrir skýr samningsmarkmið af hálfu Íslands. Íslenskum stjórnmála- og embættismönnum, sem átt hafa í samskiptum við starfsbræður sína í Bretlandi og Hollandi, hefur verið gert þetta ljóst. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa þau samskipti verið stöðug síðustu daga. Upplýsingum er miðlað á báða bóga og þreifað á viðmælendum en engar formlegar yfirlýsingar verið gefnar. Þá hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hitt að máli sendiherra nokkurra Evrópuríkja á Íslandi. Bretar og Hollendingar eru varfærnir enda forðast þeir íhlutun í íslensk innanríkismál. Þeim er bent á að mikil óvissa kunni að skapast um lyktir Icesave felli íslenska þjóðin lögin þar um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í krafti þess er reynt að fá þá að samningaborðinu að nýju. Lagt er upp með að nýjar viðræður yrðu frábrugðnar hinum fyrri að því leytinu til að sáttasemjari yrði fenginn til að stýra þeim. Bretar og Hollendingar hafa sagt að eigi að koma til nýrra viðræðna þurfi Íslendingar að óska eftir þeim með formlegum hætti. Þeir muni ekki biðja um viðræður að fyrra bragði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddi á mánudag, auk fjármála- og utanríkisráðherra, við forystumenn stjórnarandstöðunnar. Þar var sammælst um að reyna að koma málinu í sáttafarveg. Eftir fundinn sagði Jóhanna Breta og Hollendinga hafa lýst skilningi á stöðunni hér þótt þeir hafi um leið lýst vonbrigðum með hana. Auk þess að reyna að finna flöt á nýjum viðræðum við Breta og Hollendinga hafa íslensk yfirvöld átt í samskiptum við Norðurlöndin vegna lánamála. Samningar um lánveitingar fóru í salt í framhaldi af ákvörðun forseta Íslands í síðustu viku. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert nýtt gerst á þeim vettvangi en áfram er reynt að þoka málum. bjorn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira