Innlent

Eldri maður í öndunarvél eftir sprengingu

Karlmaður á sjötugsaldri, sem slasaðist í sprengingu í heimahúsi á Siglufirði undir kvöld í gær, er mjög alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á gjörgæsludeild Landspítalans er maðurinn þungt haldinn og tengdur við öndunarvél.

Maðurinn var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur og á Landsspítalann, eftir skamma viðdvöl á sjúrkahúsinu á Akureyri.

Sprengingin varð á neðri hæð í tvílyftu timburhúsi og samkvæmt frásögn á Sigló.is, var krafturinn svo mikill, að húsið gliðnaði að hluta og hlaðinn steinveggur hrundi. Eldur kviknaði en annar íbúi hússins náði að slökkva hann strax.

Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni, en rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri munu kanna það í dag. Margir íbúar Siglufjarðar urðu varir við sprenginguna.






Tengdar fréttir

Liggur á gjörgæslu eftir sprengingu á Siglufirði

Karlmaður á sjötugsaldri, sem slasaðist í sprengingu í heimahúsi á Siglufirði undir kvöld í gær, var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur og á Slysadeild Landsspítalans, eftir skamma viðdvöl á sjúrkahúsinu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×