Lífið

Ég er þunglynd

Mischa Barton. MYND/Cover Media
Mischa Barton. MYND/Cover Media

Leikkonan Mischa Barton, 24 ára, hefur stigið fram og viðurkennt að hún tekst á við þunglyndi.

Mischa vill horfa fram á við og gleyma árinu 2009 sem var erfitt fyrir hana á margan máta.

„Þetta var rosalegt ár fyrir mig. Eitt leiddi af öðru og ég endaði á að fá taugaáfall. Ég bókstaflega brotnaði niður," viðurkenndi Mischa.

„Ég er þunglynd og það er sannleikurinn. Ég hef ekki sagt neinum frá því þar til nú," sagði hún.

Mischa segist hafa stjórn á tilfinningum sínum í dag en hún tekst á við tilveruna með aðstoð sérfræðinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.