Svavar Halldórsson: Auðmenn reyna að hræða blaðamenn 9. apríl 2010 14:27 Svavar Halldórsson segir auðmenn reyna að hræða blaðamenn frá störfum sínum. „Tilgangurinn er augljóslega sá að hræða blaðamenn frá því að fjalla um aðdraganda hrunsins. Það er alveg augljóst í mínum huga," segir Svavar Halldórsson, fréttamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins en Pálmi Haraldsson hefur stefnt honum vegna fréttar sem hann flutti í kvöldfréttunum í lok mars. Svavar greindi frá því í fréttinni sem birtist 25. mars síðastliðinn að tveir og hálfur milljarður sem Pálmi fékk lánaða hjá Glitni hafi horfið í reyk. Þessu hafnar Pálmi alfarið og segist geta gert grein fyrir því hvað varð um féð. Það hafi annarsvegar farið í að greiða skuldir og svo farið í peningamarkaðssjóði. Fréttakonunni Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og Páli Magnússyni hefur verið stefnt til vara. Pálmi krefst þriggja milljóna í miskabætur. „Fréttin er rétt," segir Svavar sem stendur við umfjöllunina. Aðspurður hvort málsóknin hafi komið honum á óvart segir hann að hótanir um hana hafi borist bæði í orði og eins í símskeyti. Hann segir auðmennina komna í nauðavörn varðandi stefnur gagnvart fréttamönnum og bætir við: „Menn hafa gert þetta hingað til með allskyns skömmum og hótunum en virðast ganga lengra í þetta sinn." Þá spyr Svavar að fyrst auðmenn eigi tiltæka peninga til þess að eyða í lögsóknir gegn blaðamönnum afhverju leggi þeir þá ekki féð í fallin fyrirtæki til þess að bæta skaða kröfuhafanna. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
„Tilgangurinn er augljóslega sá að hræða blaðamenn frá því að fjalla um aðdraganda hrunsins. Það er alveg augljóst í mínum huga," segir Svavar Halldórsson, fréttamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins en Pálmi Haraldsson hefur stefnt honum vegna fréttar sem hann flutti í kvöldfréttunum í lok mars. Svavar greindi frá því í fréttinni sem birtist 25. mars síðastliðinn að tveir og hálfur milljarður sem Pálmi fékk lánaða hjá Glitni hafi horfið í reyk. Þessu hafnar Pálmi alfarið og segist geta gert grein fyrir því hvað varð um féð. Það hafi annarsvegar farið í að greiða skuldir og svo farið í peningamarkaðssjóði. Fréttakonunni Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og Páli Magnússyni hefur verið stefnt til vara. Pálmi krefst þriggja milljóna í miskabætur. „Fréttin er rétt," segir Svavar sem stendur við umfjöllunina. Aðspurður hvort málsóknin hafi komið honum á óvart segir hann að hótanir um hana hafi borist bæði í orði og eins í símskeyti. Hann segir auðmennina komna í nauðavörn varðandi stefnur gagnvart fréttamönnum og bætir við: „Menn hafa gert þetta hingað til með allskyns skömmum og hótunum en virðast ganga lengra í þetta sinn." Þá spyr Svavar að fyrst auðmenn eigi tiltæka peninga til þess að eyða í lögsóknir gegn blaðamönnum afhverju leggi þeir þá ekki féð í fallin fyrirtæki til þess að bæta skaða kröfuhafanna.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira