Enski boltinn

Coyle reiðubúinn að selja Cahill

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Cahill, leikmaður Bolton.
Gary Cahill, leikmaður Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Owen Coyle, stjóri Bolton, segir að hann muni ekki koma í veg fyrir að Gary Cahill verði seldur frá félaginu ef stórt félag sýnir honum áhuga.

Cahill kom til Bolton frá Aston Villa árið 2008 fyrir fimm milljónir punda og hefur verið orðaður við fjölda félaga á þessari leiktíð. Hann er einnig talinn eiga möguleika á að vinna sér sæti í enska landsliðshópnum sem fer á HM í Suður-Afríku í sumar.

„Ég hef alltaf sagt að ef að sá tími kemur að leikmaður er orðinn of stór fyrir félagið muni ég ekki standa í vegi fyrir honum," sagði Coyle við enska fjölmiðla.

„Þetta sagði ég við mína leikmenn hjá Burnley og það sama á við um Gary Cahill."

„Ég vona innilega að hann fái að spila á HM í sumar enda væri það frábært tækifæri fyrir hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×