Innlent

Smálán til ungmenna siðlaus

Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir markaðssetningu smálánafyrirtækja til ungmenna siðlausa. Neytendasamtökin hafi ítrekað skorað á viðskiptaráðherra að bregðist við málinu en engin viðbrögð fengið.

Þetta er markpóstur sem smálánafyrirtækið Kredia sendi á átján ára gömul ungmenni. Einstaklinga sem fæddir eru árið 1992 og eru nýorðin fjárráða.

"Þrjú einföld skref til að koma í veg fyrir peningaleysi á ögurstund" segir í auglýsingunni en fyrirtækið virðist telja það ögurstund að komast ekki í bíó.

Útskýrt er hvernig taka má lán til að forðast neyðarleg atvik og greiða þau síðan aftur til baka gegn þóknun sem er margföld á við venjulega vexti af lánum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×