Utan vallar: Rétt ákvörðun hjá stjórn KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. september 2010 08:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að komast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikjum og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auðveldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítugum skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árangur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á teningnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hún er örugglega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjaldfella A-landsliðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árangur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að komast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikjum og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auðveldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítugum skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árangur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á teningnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hún er örugglega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjaldfella A-landsliðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árangur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira