Erlent

al-Kaida liðar handtekinir í Tyrklandi

Óli Tynes skrifar
Frá Istanbúl.
Frá Istanbúl.

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið eitthundrað og tuttugu manns sem grunaðir eru um að tengjast al-Kaida.

Ríkisfréttastofan Anatolia hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að ráðist hafi verið til atlögu í sextán héruðum.

Meðal hinna handteknu var háskólakennari sem er grunaður um að fá stúdenta til fylgis við hryðjuverkasamtökin og sent þá til þjálfunar í Afganistan.

Ofbeldisfull túlkun al-Kaida á kóraninum nýtur lítils stuðnings í Tyrklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×