Milestone-piltur sakar lögregluna um njósnir 27. mars 2010 05:00 Wikileaks. Pilturinn var með fartölvu í fórum sínum sem hann sagði eign Wikileaks. Hann hefur átt við erfiðleika að stríða og dvalið á meðferðarstofnun. Ásakanir forsvarsmanna vefsíðunnar Wikileaks þess efnis að íslensk lögregla hafi handtekið starfsmann vefsíðunnar og yfirheyrt í 21 klukkustund má rekja til þess þegar piltur á sautjánda ári var gripinn við innbrot í fyrirtækið Málningu í Kópavogi á mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þar á ferð sami piltur og stal gögnum frá Milestone í desember og bauð fjölmiðlum til kaups. Ríkisútvarpið hafði eftir Julian Assange, forsvarsmanni Wikileaks, á fimmtudag að aðstandendur vefjarins hefðu þurft að sæta njósnum og ofsóknum af hálfu bandarískra yfirvalda eftir að þeir komust yfir myndband sem á að sýna árás bandarískrar herþotu á óbreytta borgara. Unnið hafi verið að tæknilegri vinnslu myndbandsins hér á landi og þá hafi ýmislegt undarlegt farið að gerast. Assange fullyrðir að bandarískir leyniþjónustumenn hafi fylgt honum í flugvél frá Íslandi til Noregs og að á mánudag hafi íslenskur starfsmaður vefsíðunnar verið handtekinn og yfirheyrður í 21 klukkustund og meðal annars sýndar myndir af Assange, teknar á laun. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar höfuðborgarlögreglunnar, staðfestir við Fréttablaðið að ungur maður hafi verið handtekinn á mánudagskvöld við innbrot, og að það sé eina málið sem hugsanlega kunni að tengjast ásökunum Wikileaks-manna. Hann vill ekki tjá sig frekar um málið, en fullyrðir að handtakan hafi ekkert með Wikileaks að gera og að engin rannsókn standi yfir á vefsíðunni eða forsvarsmönnum hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var pilturinn handtekinn við innbrot í Málningu í Kópavogi. Pilturinn var sá sami og stal trúnaðargögnum úr tölvu lögfræðings Milestone fyrir jól og bauð fjölmiðlum þau síðan til kaups. Þegar pilturinn var handtekinn á mánudag var hann með fartölvu í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagði hann að fartölvan væri eign Wikileaks. Ekki liggur fyrir hvort pilturinn starfar í raun fyrir Wikileaks. Hann hefur átt við nokkra erfiðleika að stríða og hefur frá því að hann var handtekinn vegna stuldarins frá Milestone dvalið um hríð á meðferðarstofnun fyrir ungmenni. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að um leið og fréttist af málinu hafi það verið kannað í ráðuneytinu og óskað eftir upplýsingum frá lögreglu. Skýr svör hafi fengist um að engin rannsókn stæði yfir. Ragna segir enn fremur útilokað að bandarískir leyniþjónustumenn með lögregluvald hafi verið hér við störf. Til þess hefði þurft að koma til réttarbeiðni að utan. Svo hefði ekki verið. stigur@frettabladid.is Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ásakanir forsvarsmanna vefsíðunnar Wikileaks þess efnis að íslensk lögregla hafi handtekið starfsmann vefsíðunnar og yfirheyrt í 21 klukkustund má rekja til þess þegar piltur á sautjánda ári var gripinn við innbrot í fyrirtækið Málningu í Kópavogi á mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þar á ferð sami piltur og stal gögnum frá Milestone í desember og bauð fjölmiðlum til kaups. Ríkisútvarpið hafði eftir Julian Assange, forsvarsmanni Wikileaks, á fimmtudag að aðstandendur vefjarins hefðu þurft að sæta njósnum og ofsóknum af hálfu bandarískra yfirvalda eftir að þeir komust yfir myndband sem á að sýna árás bandarískrar herþotu á óbreytta borgara. Unnið hafi verið að tæknilegri vinnslu myndbandsins hér á landi og þá hafi ýmislegt undarlegt farið að gerast. Assange fullyrðir að bandarískir leyniþjónustumenn hafi fylgt honum í flugvél frá Íslandi til Noregs og að á mánudag hafi íslenskur starfsmaður vefsíðunnar verið handtekinn og yfirheyrður í 21 klukkustund og meðal annars sýndar myndir af Assange, teknar á laun. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar höfuðborgarlögreglunnar, staðfestir við Fréttablaðið að ungur maður hafi verið handtekinn á mánudagskvöld við innbrot, og að það sé eina málið sem hugsanlega kunni að tengjast ásökunum Wikileaks-manna. Hann vill ekki tjá sig frekar um málið, en fullyrðir að handtakan hafi ekkert með Wikileaks að gera og að engin rannsókn standi yfir á vefsíðunni eða forsvarsmönnum hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var pilturinn handtekinn við innbrot í Málningu í Kópavogi. Pilturinn var sá sami og stal trúnaðargögnum úr tölvu lögfræðings Milestone fyrir jól og bauð fjölmiðlum þau síðan til kaups. Þegar pilturinn var handtekinn á mánudag var hann með fartölvu í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagði hann að fartölvan væri eign Wikileaks. Ekki liggur fyrir hvort pilturinn starfar í raun fyrir Wikileaks. Hann hefur átt við nokkra erfiðleika að stríða og hefur frá því að hann var handtekinn vegna stuldarins frá Milestone dvalið um hríð á meðferðarstofnun fyrir ungmenni. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að um leið og fréttist af málinu hafi það verið kannað í ráðuneytinu og óskað eftir upplýsingum frá lögreglu. Skýr svör hafi fengist um að engin rannsókn stæði yfir. Ragna segir enn fremur útilokað að bandarískir leyniþjónustumenn með lögregluvald hafi verið hér við störf. Til þess hefði þurft að koma til réttarbeiðni að utan. Svo hefði ekki verið. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira