Enski boltinn

Wigan með frábæra endurkomu gegn Arsenal

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Wigan kláraði Arsenal undir lokin.
Wigan kláraði Arsenal undir lokin.

Wigan sigraði Arsenal 3-2 í ensku úrvaldsdeildinni í dag eftir frábæra endurkomu undir lok leiksins.

Theo Walcott kom Arsenal yfir í leiknum rétt fyrir leikhlé eftir að hafa sloppið í gegn og var staðan 0-1 í hálfleik. Arsenal kom sér í þægilega stöðu á 48. mínútu er Mikael Silvestre skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu.

Þegar að tíu mínútur voru eftir að leiknum var komið að heimamönnum. Ben Watson minnkaði muninn á 80. mínútu úr stuttu færi en það var svo Titus Bramble sem jafnaði metinn á 89. minútu eftir klaufagang hjá markverði Arsenal, Tomasz Fabianski.

Sigurmarkið kom svo í uppbótartíma en þar var að verki Charles N'Zogbia sem hamraði boltann stöngin inn fyrir utan vítateig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×