Með íslenskan búfénað á bandarísku bóndabýli 13. desember 2010 06:00 Lisa Richards með íslenskt lamb og hvolpa sem eru undan íslensku fjárhundunum Dísu og Bjarka. „Viðskiptavinum okkar finnst mjög skemmtilegt að heimsækja bóndabýlið og fylgjast með hvernig dýrin eru ræktuð,“ segir bóndakonan Lisa Richards. Lisa Richards og Frank, eiginmaður hennar, reka Mack Hill-bóndabýlið í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum. Þau hafa sérstakt dálæti á íslenskum búfénaði og eru með íslenska fjárhunda, íslenskt sauðfé og íslenskar hænur á býlinu. „Bara ef ég ætti efni á íslenskum hestum,“ segir Richards, en hún sparar nú peninga til að komast til Íslands að sækja egg til að auka líffræðilega fjölbreytni hænsanna á býlinu. „Við búum á köldu svæði sem er ekki mjög hagsælt, en frekar stórt. Þannig að við vildum sauðfé sem myndi þrífast við þær aðstæður,“ segir Richards um upphafið á íslensku búfénaðsinnrásinni á bóndabýli þeirra hjóna. „Ég vildi líka getað mjólkað sauðféð vegna þess að ég elska kindaost. Við nýtum líka ullina, en það er góður markaður fyrir íslenska ull í Bandaríkjunum og hún er mjög verðmæt.“ Mack Hill-bóndabýlið er sjálfbært, en Lisa og Frank sérhæfa sig í ræktun á sjaldgjæfari búfénaði. Ásamt því að selja ull framleiða þau jógúrt og osta. Þá selja þau egg undan íslensku hænunum og íslenskt lambakjöt, sem þau eru afar stolt af. „Lambakjötið er mjög verðmætt,“ segir Richards. „Samkvæmt Whole Foods-versluanrkeðjunni er kjötið það besta í heimi og við erum sammála. Það selst upp á hverju ári og við erum með biðlista.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var íslenski fjárhundurinn frumsýndur á einni stærstu og virtustu hundasýningu Bandaríkjanna í nóvember. Lisa og Frank Richards rækta íslenska hunda undan tíkinni Dísu og hundinum Bjarka sem eru bæði hreinræktuð. „Þegar við vorum komin með sauðféð og kjúklingana var rökrétt að vera líka með fjárhunda,“ útskýrir Lisa Richards. „Dísa og Bjarki hjálpa til við að reka bóndabýlið með því að smala fénu, svínunum, beljunum og öllu öðru sem þarf að smala. Þetta eru æðislegir hundar.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
„Viðskiptavinum okkar finnst mjög skemmtilegt að heimsækja bóndabýlið og fylgjast með hvernig dýrin eru ræktuð,“ segir bóndakonan Lisa Richards. Lisa Richards og Frank, eiginmaður hennar, reka Mack Hill-bóndabýlið í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum. Þau hafa sérstakt dálæti á íslenskum búfénaði og eru með íslenska fjárhunda, íslenskt sauðfé og íslenskar hænur á býlinu. „Bara ef ég ætti efni á íslenskum hestum,“ segir Richards, en hún sparar nú peninga til að komast til Íslands að sækja egg til að auka líffræðilega fjölbreytni hænsanna á býlinu. „Við búum á köldu svæði sem er ekki mjög hagsælt, en frekar stórt. Þannig að við vildum sauðfé sem myndi þrífast við þær aðstæður,“ segir Richards um upphafið á íslensku búfénaðsinnrásinni á bóndabýli þeirra hjóna. „Ég vildi líka getað mjólkað sauðféð vegna þess að ég elska kindaost. Við nýtum líka ullina, en það er góður markaður fyrir íslenska ull í Bandaríkjunum og hún er mjög verðmæt.“ Mack Hill-bóndabýlið er sjálfbært, en Lisa og Frank sérhæfa sig í ræktun á sjaldgjæfari búfénaði. Ásamt því að selja ull framleiða þau jógúrt og osta. Þá selja þau egg undan íslensku hænunum og íslenskt lambakjöt, sem þau eru afar stolt af. „Lambakjötið er mjög verðmætt,“ segir Richards. „Samkvæmt Whole Foods-versluanrkeðjunni er kjötið það besta í heimi og við erum sammála. Það selst upp á hverju ári og við erum með biðlista.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var íslenski fjárhundurinn frumsýndur á einni stærstu og virtustu hundasýningu Bandaríkjanna í nóvember. Lisa og Frank Richards rækta íslenska hunda undan tíkinni Dísu og hundinum Bjarka sem eru bæði hreinræktuð. „Þegar við vorum komin með sauðféð og kjúklingana var rökrétt að vera líka með fjárhunda,“ útskýrir Lisa Richards. „Dísa og Bjarki hjálpa til við að reka bóndabýlið með því að smala fénu, svínunum, beljunum og öllu öðru sem þarf að smala. Þetta eru æðislegir hundar.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira