Með íslenskan búfénað á bandarísku bóndabýli 13. desember 2010 06:00 Lisa Richards með íslenskt lamb og hvolpa sem eru undan íslensku fjárhundunum Dísu og Bjarka. „Viðskiptavinum okkar finnst mjög skemmtilegt að heimsækja bóndabýlið og fylgjast með hvernig dýrin eru ræktuð,“ segir bóndakonan Lisa Richards. Lisa Richards og Frank, eiginmaður hennar, reka Mack Hill-bóndabýlið í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum. Þau hafa sérstakt dálæti á íslenskum búfénaði og eru með íslenska fjárhunda, íslenskt sauðfé og íslenskar hænur á býlinu. „Bara ef ég ætti efni á íslenskum hestum,“ segir Richards, en hún sparar nú peninga til að komast til Íslands að sækja egg til að auka líffræðilega fjölbreytni hænsanna á býlinu. „Við búum á köldu svæði sem er ekki mjög hagsælt, en frekar stórt. Þannig að við vildum sauðfé sem myndi þrífast við þær aðstæður,“ segir Richards um upphafið á íslensku búfénaðsinnrásinni á bóndabýli þeirra hjóna. „Ég vildi líka getað mjólkað sauðféð vegna þess að ég elska kindaost. Við nýtum líka ullina, en það er góður markaður fyrir íslenska ull í Bandaríkjunum og hún er mjög verðmæt.“ Mack Hill-bóndabýlið er sjálfbært, en Lisa og Frank sérhæfa sig í ræktun á sjaldgjæfari búfénaði. Ásamt því að selja ull framleiða þau jógúrt og osta. Þá selja þau egg undan íslensku hænunum og íslenskt lambakjöt, sem þau eru afar stolt af. „Lambakjötið er mjög verðmætt,“ segir Richards. „Samkvæmt Whole Foods-versluanrkeðjunni er kjötið það besta í heimi og við erum sammála. Það selst upp á hverju ári og við erum með biðlista.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var íslenski fjárhundurinn frumsýndur á einni stærstu og virtustu hundasýningu Bandaríkjanna í nóvember. Lisa og Frank Richards rækta íslenska hunda undan tíkinni Dísu og hundinum Bjarka sem eru bæði hreinræktuð. „Þegar við vorum komin með sauðféð og kjúklingana var rökrétt að vera líka með fjárhunda,“ útskýrir Lisa Richards. „Dísa og Bjarki hjálpa til við að reka bóndabýlið með því að smala fénu, svínunum, beljunum og öllu öðru sem þarf að smala. Þetta eru æðislegir hundar.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Viðskiptavinum okkar finnst mjög skemmtilegt að heimsækja bóndabýlið og fylgjast með hvernig dýrin eru ræktuð,“ segir bóndakonan Lisa Richards. Lisa Richards og Frank, eiginmaður hennar, reka Mack Hill-bóndabýlið í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum. Þau hafa sérstakt dálæti á íslenskum búfénaði og eru með íslenska fjárhunda, íslenskt sauðfé og íslenskar hænur á býlinu. „Bara ef ég ætti efni á íslenskum hestum,“ segir Richards, en hún sparar nú peninga til að komast til Íslands að sækja egg til að auka líffræðilega fjölbreytni hænsanna á býlinu. „Við búum á köldu svæði sem er ekki mjög hagsælt, en frekar stórt. Þannig að við vildum sauðfé sem myndi þrífast við þær aðstæður,“ segir Richards um upphafið á íslensku búfénaðsinnrásinni á bóndabýli þeirra hjóna. „Ég vildi líka getað mjólkað sauðféð vegna þess að ég elska kindaost. Við nýtum líka ullina, en það er góður markaður fyrir íslenska ull í Bandaríkjunum og hún er mjög verðmæt.“ Mack Hill-bóndabýlið er sjálfbært, en Lisa og Frank sérhæfa sig í ræktun á sjaldgjæfari búfénaði. Ásamt því að selja ull framleiða þau jógúrt og osta. Þá selja þau egg undan íslensku hænunum og íslenskt lambakjöt, sem þau eru afar stolt af. „Lambakjötið er mjög verðmætt,“ segir Richards. „Samkvæmt Whole Foods-versluanrkeðjunni er kjötið það besta í heimi og við erum sammála. Það selst upp á hverju ári og við erum með biðlista.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var íslenski fjárhundurinn frumsýndur á einni stærstu og virtustu hundasýningu Bandaríkjanna í nóvember. Lisa og Frank Richards rækta íslenska hunda undan tíkinni Dísu og hundinum Bjarka sem eru bæði hreinræktuð. „Þegar við vorum komin með sauðféð og kjúklingana var rökrétt að vera líka með fjárhunda,“ útskýrir Lisa Richards. „Dísa og Bjarki hjálpa til við að reka bóndabýlið með því að smala fénu, svínunum, beljunum og öllu öðru sem þarf að smala. Þetta eru æðislegir hundar.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira