Enski boltinn

Newcastle meistari í ensku B-deildinni - Plymouth féll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Newcastle fagna í kvöld.
Leikmenn Newcastle fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Newcastle tryggði sér í kvöld meistaratitilinn í ensku B-deildinni eftir 2-0 sigur á Plymouth á útivelli.

Það voru þeir Andy Carroll og Wayne Routledge sem skoruðu mörk Newcastle með átta mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Liðið er nú með 98 stig á toppi deildarinnar eftir 44 leiki, níu stigum á undan West Brom þegar tvær umferðir eru eftir.

Newcastle féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra en félagið er nú komið aftur í hóp þeirra bestu, stuðningsmönnum félagsins víða um heim til mikillar gleði.

Kári Árnason var í leikmannahópi Plymouth í kvöld eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla en hann kom þó ekki við sögu.

Með úrslitunum varð einnig ljóst að Plymouth er fallið úr ensku B-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×