Jóhanna hóflega bjartsýn 16. janúar 2010 12:12 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er hóflega bjartsýn á að hægt verði að ná betri samningi við Breta og Hollendinga um Icesave. Ríkisstjórnin vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum um hvort hægt verði að ganga til samningaviðræðna á ný. Ríkisstjórnin fundaði með oddvitum stjórnarandstöðunnar í gær til að reyna ná þverpólitískri samstöðu um Icesave. Nefnd sem skipuð verður fulltrúum allra flokka mun hafa yfirumsjón með samningaviðræðum ef Bretar og Hollendingar fallast á að taka þær upp að nýju. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var nokkuð bjartsýnn á að hægt verði að taka upp viðræður að nýju eftir fundinn með ríkisstjórninni í gær. „Við skulum gefa okkur að þær séu ágætar. Málið er í algjörum hnút eins og stendur. Ef ekkert gerist þá fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Eins og sakir standa virðist eins og íslenska þjóðin sé á móti þessum ósanngjörnum samningum. Þannig að ég gef mér það að allir þeir sem hafa komið að þessu máli sjái það að það borgar sig fyrir alla að koma að málinu á breyttum forsendum," segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, telur eðlilegt að fara fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en gengið verður til samningaviðræðna á ný. Flokkarnir hafa þó enn ekki komið sér saman leiðir í þessu máli. Hann segir að enn sé rætt um að fá utanaðkomandi sáttasemjara. „Nei það hefur ekki verið gert ennþá," segir Sigmundur aðspurður hvort einhver nöfn hafi verið nefnd í því samhengi. Forsætisráðherra vonast til þess að fá svar frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum. „Menn eru sammála um að reyna ná samstöðu í málinu og koma fram sem ein heild gagnvart Bretum og Hollendinum ef að sú staða opnast," segir Jóhanna. Hún er hóflega bjartsýn að hægt sé að ná betri samningi. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er hóflega bjartsýn á að hægt verði að ná betri samningi við Breta og Hollendinga um Icesave. Ríkisstjórnin vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum um hvort hægt verði að ganga til samningaviðræðna á ný. Ríkisstjórnin fundaði með oddvitum stjórnarandstöðunnar í gær til að reyna ná þverpólitískri samstöðu um Icesave. Nefnd sem skipuð verður fulltrúum allra flokka mun hafa yfirumsjón með samningaviðræðum ef Bretar og Hollendingar fallast á að taka þær upp að nýju. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var nokkuð bjartsýnn á að hægt verði að taka upp viðræður að nýju eftir fundinn með ríkisstjórninni í gær. „Við skulum gefa okkur að þær séu ágætar. Málið er í algjörum hnút eins og stendur. Ef ekkert gerist þá fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Eins og sakir standa virðist eins og íslenska þjóðin sé á móti þessum ósanngjörnum samningum. Þannig að ég gef mér það að allir þeir sem hafa komið að þessu máli sjái það að það borgar sig fyrir alla að koma að málinu á breyttum forsendum," segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, telur eðlilegt að fara fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en gengið verður til samningaviðræðna á ný. Flokkarnir hafa þó enn ekki komið sér saman leiðir í þessu máli. Hann segir að enn sé rætt um að fá utanaðkomandi sáttasemjara. „Nei það hefur ekki verið gert ennþá," segir Sigmundur aðspurður hvort einhver nöfn hafi verið nefnd í því samhengi. Forsætisráðherra vonast til þess að fá svar frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum. „Menn eru sammála um að reyna ná samstöðu í málinu og koma fram sem ein heild gagnvart Bretum og Hollendinum ef að sú staða opnast," segir Jóhanna. Hún er hóflega bjartsýn að hægt sé að ná betri samningi.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira