Íslenski boltinn

Ísland átti að fá víti - mynd til sönnunar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Víti!
Víti! Fréttablaðið/Anton
Ísland átti að fá vítaspyrnu í landsleiknum gegn Noregi í gær. Brotið var á Heiðari Helgusyni snemma leiks en ekkert var dæmt.

Heiðar elti bolta inn í teiginn og var svo felldur af markmanni Norðmanna. Heiðar heimtaði víti eins og 6000 áhorfendur á vellinum en ítalski dómarinn dæmdi ekki.

Anton Brink ljósmyndari náði frábærri mynd þar sem sést hvar Heiðar er felldur.

Myndina má sjá hér fyrir ofan en hægt er að stækka hana með því að smella á hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×