Innlent

Pólitíkusar vilja stýra nýjum skóla í Úlfarsárdal

Úr safni.
Úr safni. Mynd/GVA
Þrjátíu umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í samreknum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í Úlfarsárdal sem tekur til starfa í haust. Umsóknarfrestur rann út fyrir helgi og sóttu 23 konur um stöðuna og sjö karlar. Á meðal umsækjenda voru Hermann Valsson, varaborgarfulltrúi, og Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík. Báðum var nýverið hafnað í prófkjörum flokka sinna.

Hermann hafnaði í 6. sæti í forvali VG í Reykjavík og Petrína sem verið hefur oddviti framsóknarmanna í Grindavík undanfarin ár endaði í 7. sæti í prófkjöri flokksins. Bæði eru kennaramenntuð.

Nýr skóli í Úlfarsárdal mun rúma allt skólastarf fyrir börn á aldrinum eins árs til tólf ára; leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili. Með þessu fyrirkomulagi verður leitað nýrra leiða til að auka nýbreytni og sveigjanleika í skólastarfi. Nýi skólinn mun taka til starfa haustið 2010. Þá verða í honum börn til og með 5. bekk grunnskóla. Áherslur í starfseminni verða listir og lýðheilsa, umhverfismennt og læsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×