Enski boltinn

N’Zogbia handtekinn fyrir að svindla á ökuprófinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles N’Zogbia.
Charles N’Zogbia. Mynd/Getty Images
Charles N'Zogbia, franski miðjumaðurinn hjá Wigan Athletic í ensku úrvalsdeildinni, er kominn í kast við lögin en ástæðan hefur vakið mikla athygli. N'Zogbia er nefnilega grunaður um að hafa svindlað á ökuprófinu sínu.

Charles N'Zogbia var hetja Wigan um síðustu helgi þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 3-2 sigri á Arsenal en liðið var 2-0 undir í leiknum þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir.

N'Zogbia var handtekinn í gær þegar upp komst að annar maður hefði farið í ökuprófið í staðinn fyrir hann. Hér er um skriflega ökuprófið að ræða sem fram fór fyrir nokkrum vikum.

N'Zogbia var látinn laus gegn tryggingu en gæti lent í 10 ára fangelsi sem er hámarksrefsing. Roberto Martinez, stjóri Wigan, sagði að leikmaðurinn hefði fengið slæmar ráðleggingar en annars vildi hann ekki tjá sig mikið um málið fyrr en hann vissi meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×