Lífið

Skilja til að skilja hvort annað

Courteney Cox og David Arquette. MYND/Cover Media
Courteney Cox og David Arquette. MYND/Cover Media

Courteney Cox, 46 ára, og David Arquette, 39 ára, staðfesta að þau standa í miðjum skilnaði.

Hollywoodparið kynntist árið 1996 þegar það lék saman í kvikmyndinni Scream.

Saman eiga þau sex ára dóttur, Coco.

Í gær sendi David frá sér tilkynningu þess efnis að hann og Courteney hafa ákveðið að skilja en eru samt sem áður mjög ástfangin af hvort öðru.

„Ástæðan fyrir skilnaðinum er að við viljum skilja okkur sjálf og þá kosti sem við erum gædd fyrir hvort annað og fyrir hjónabandið," stóð í tilkynningunni.

„Við erum ennþá mjög góðir vinir og reynum að hugsa vel um dóttur okkar. Við ætlum að komast í gegnum þetta."

Facebooksíðan okkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.