Innlent

Víða snjóflóðahætta

Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla þar er mikil snjóflóðahætta, eru vegfarendur beðnir að vera ekki þar á ferð að nauðsynjalausu.

Ófært er á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs og beðið er með mokstur.

Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á Hellisheiði og Þrengslum.

Á Vesturlandi eru hálkublettir og skafrenningur á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og í Svínadal.

Á Vestfjörðum ófært um Súðavíkurhlíð og er beðið með mokstur. Snjóþekja og stórhríð er á Gemlufallsheiði. Ófært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært og óveður er um Þröskulda, og á Klettsháls. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.

Á Ströndum er snjóþekja og skafrenningur en þæfingsfærð og skafrenningur á Ennisháls. Á sunnanverðum Vestfjörðum er skafrenningur á öllum leiðum.

Á Norðurlandi er snjóþekja á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla en þar er mikil snjóflóðahætta eru vegfarendur beðið að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Hálka og skafrenningur eða éljagangur er á flestum leiðum. Ófært er á Hólasandi.

Á Austurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir frá Vík að Lómagnúp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×