Fótbolti

Beckham með naglalakkaðan hund

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hjónin David og Victoria Beckham gera ýmislegt til þess að vekja á sér athygli og nýjasta útspilið er svo sannarlega í frumlegri kantinum.

Fjölskyldan skellti sér út á dögunum, fór með krakkana á hjólaskauta. Fjölskylduhundurinn, sem heitir hinu skemmtilega nafni Coco, var einnig með í för.

Ljósmyndarar tóku eftir því að hundurinn var ekki alveg eins og hundar eiga að vera.

Þegar síðan var rýnt í myndirnar af Coco kom í ljós að hann var með naglalakk. Hann var ekki bara með naglalakk heldur var hann með bleikt naglalakk.

Gárungarnir velta því nú fyrir sér hvort David eða Victoria hafi séð um að skreyta hundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×