Ólafur: Við getum spilað fínan fótbolta ef við þorum því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. september 2010 10:15 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var vitanlega ekki ánægður með úrslit leiksins á Laugardalsvelli í gær. Ísland tapaði fyrir Noregi, 2-1, eftir að hafa verið yfir í hálfleik. „Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. Við áttum von á því að Norðmenn myndu koma hærra á okkur og að það yrði meiri barátta í leiknum. En þeir gerðu það ekki, heldur gáfu okkur svæði sem við nýttum okkur vel. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum fínir í fótbolta og getum spilað ágætlega ef við þorum því." Íslenska liðið náði hins vegar ekki að fylgja þessu eftir í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað klikkaði. Fyrsti hálftíminn í síðari hálfleik var skelfilegur. Við duttum óþarflega mikið til baka og fórum ef til vill í þann leik að reyna að verja forystuna og urðum kannski hræddir. Eftir þennan góða fyrri hálfleik vorum við í fínu færi til að klára leikinn í þeim síðari." Hann segir að liðið hefði notað vængina minna í síðari hálfleik. „Í átta af hverjum tíu tilfellum þegar Jói [Jóhann Berg] og Gylfi fengu boltann komu sendingar fyrir markið. En mér fannst Gylfi ekki fá boltann nóg í síðari hálfleik." Fyrstu skiptingar íslenska liðsins komu ekki fyrr en eftir að Norðmenn hefðu náð forystu. Spurður hvort Ólafur hefði átt að breyta til fyrr sagði hann einfaldlega: „Kannski, við vitum það aldrei." Við tekur ferðalag til Danmerkur hjá íslenska liðinu þar sem liðsins bíður erfitt verkefni hjá Parken á þriðjudaginn. „Það verður mun erfiðari leikur. Danirnir voru í fríi í kvöld og koma ef til vill ferskari til leiks," segir Ólafur. „Þetta verður auðvitað erfitt fyrir okkur og það hefði verið betra að fara út með annaðhvort eitt eða þrjú stig með okkur. Danir eru mun betri í fótbolta en Norðmenn og við verðum að sjá til hvort við eigum einhver brögð á móti þeim." Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var vitanlega ekki ánægður með úrslit leiksins á Laugardalsvelli í gær. Ísland tapaði fyrir Noregi, 2-1, eftir að hafa verið yfir í hálfleik. „Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. Við áttum von á því að Norðmenn myndu koma hærra á okkur og að það yrði meiri barátta í leiknum. En þeir gerðu það ekki, heldur gáfu okkur svæði sem við nýttum okkur vel. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum fínir í fótbolta og getum spilað ágætlega ef við þorum því." Íslenska liðið náði hins vegar ekki að fylgja þessu eftir í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað klikkaði. Fyrsti hálftíminn í síðari hálfleik var skelfilegur. Við duttum óþarflega mikið til baka og fórum ef til vill í þann leik að reyna að verja forystuna og urðum kannski hræddir. Eftir þennan góða fyrri hálfleik vorum við í fínu færi til að klára leikinn í þeim síðari." Hann segir að liðið hefði notað vængina minna í síðari hálfleik. „Í átta af hverjum tíu tilfellum þegar Jói [Jóhann Berg] og Gylfi fengu boltann komu sendingar fyrir markið. En mér fannst Gylfi ekki fá boltann nóg í síðari hálfleik." Fyrstu skiptingar íslenska liðsins komu ekki fyrr en eftir að Norðmenn hefðu náð forystu. Spurður hvort Ólafur hefði átt að breyta til fyrr sagði hann einfaldlega: „Kannski, við vitum það aldrei." Við tekur ferðalag til Danmerkur hjá íslenska liðinu þar sem liðsins bíður erfitt verkefni hjá Parken á þriðjudaginn. „Það verður mun erfiðari leikur. Danirnir voru í fríi í kvöld og koma ef til vill ferskari til leiks," segir Ólafur. „Þetta verður auðvitað erfitt fyrir okkur og það hefði verið betra að fara út með annaðhvort eitt eða þrjú stig með okkur. Danir eru mun betri í fótbolta en Norðmenn og við verðum að sjá til hvort við eigum einhver brögð á móti þeim."
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki