„Þjóðin vill breytingar og þarf breytingar“ 5. júní 2010 15:19 Mynd/GVA Ágúst Einarsson lét af störfum sem rektor Háskólans á Bifröst í dag. Í sinni síðustu útskriftaræðu gagnrýndi hann stjórnvöld harðlega og sagðist vilja nýtt lýðveldi og beina kosningu framkvæmdavaldsins. Ágúst sagði að besta leiðin fyrir Íslendinga út úr kreppunni væri að efla háskóla. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að rífa niður háskólakerfið. Að hans mati er fámenni helsta vanda Íslendinga og „þegar bættust við siðleysi, græðgi og glæpamennska nokkurra tuga manna í lykilstöðum í fjármálageiranum þá hrundi hið fámenna samfélag okkar eins og spilaborg,“ sagði Ágúst í ræðu sinni. Þá kom fram í máli Ágústs að hann teldi óvíst hvort að hægt væri að halda þjóðinni saman eftir þetta. Hann tók undir hugmynd Njarðar P. Njarðvík að stofna ætti nýtt lýðveldi enda væri flokkakerfi 20. aldarinnar gjaldþrota. „Þjóðin vill breytingar og þarf breytingar.“ Ágúst kvaðst vilja að framkvæmdavaldið væri kosið beint eins og gert er í Bandaríkjunum og í Frakklandi að hluta og rifjaði upp hugmyndir Bandalags jafnaðarmanna og Vilmundar Gylfasonar. „Ég tel að við eigum að kjósa framkvæmdavaldið í beinni kosningu. Alþingi verður kosið eftir sem áður en verður með þessu alvöru löggjafarþing og virkur eftirlitsaðili með framkvæmdavaldi sem sækir umboð sitt til þjóðarinnar. Með því fengist betra jafnvægi milli þessara grundvallarstoða samfélagsins,“ sagði Ágúst. Ágústi voru færðar margvíslegar þakkir fyrir starf sitt fyrir Háskólann á Bifröst og mun skólinn meðal annars halda sérstaka alþjóðlega ráðstefnu um menningu og viðskipti honum til heiðurs í haust. Magnús Árni Magnússon tók við rektorsstarfinu í dag. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ágúst Einarsson lét af störfum sem rektor Háskólans á Bifröst í dag. Í sinni síðustu útskriftaræðu gagnrýndi hann stjórnvöld harðlega og sagðist vilja nýtt lýðveldi og beina kosningu framkvæmdavaldsins. Ágúst sagði að besta leiðin fyrir Íslendinga út úr kreppunni væri að efla háskóla. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að rífa niður háskólakerfið. Að hans mati er fámenni helsta vanda Íslendinga og „þegar bættust við siðleysi, græðgi og glæpamennska nokkurra tuga manna í lykilstöðum í fjármálageiranum þá hrundi hið fámenna samfélag okkar eins og spilaborg,“ sagði Ágúst í ræðu sinni. Þá kom fram í máli Ágústs að hann teldi óvíst hvort að hægt væri að halda þjóðinni saman eftir þetta. Hann tók undir hugmynd Njarðar P. Njarðvík að stofna ætti nýtt lýðveldi enda væri flokkakerfi 20. aldarinnar gjaldþrota. „Þjóðin vill breytingar og þarf breytingar.“ Ágúst kvaðst vilja að framkvæmdavaldið væri kosið beint eins og gert er í Bandaríkjunum og í Frakklandi að hluta og rifjaði upp hugmyndir Bandalags jafnaðarmanna og Vilmundar Gylfasonar. „Ég tel að við eigum að kjósa framkvæmdavaldið í beinni kosningu. Alþingi verður kosið eftir sem áður en verður með þessu alvöru löggjafarþing og virkur eftirlitsaðili með framkvæmdavaldi sem sækir umboð sitt til þjóðarinnar. Með því fengist betra jafnvægi milli þessara grundvallarstoða samfélagsins,“ sagði Ágúst. Ágústi voru færðar margvíslegar þakkir fyrir starf sitt fyrir Háskólann á Bifröst og mun skólinn meðal annars halda sérstaka alþjóðlega ráðstefnu um menningu og viðskipti honum til heiðurs í haust. Magnús Árni Magnússon tók við rektorsstarfinu í dag.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira