„Þjóðin vill breytingar og þarf breytingar“ 5. júní 2010 15:19 Mynd/GVA Ágúst Einarsson lét af störfum sem rektor Háskólans á Bifröst í dag. Í sinni síðustu útskriftaræðu gagnrýndi hann stjórnvöld harðlega og sagðist vilja nýtt lýðveldi og beina kosningu framkvæmdavaldsins. Ágúst sagði að besta leiðin fyrir Íslendinga út úr kreppunni væri að efla háskóla. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að rífa niður háskólakerfið. Að hans mati er fámenni helsta vanda Íslendinga og „þegar bættust við siðleysi, græðgi og glæpamennska nokkurra tuga manna í lykilstöðum í fjármálageiranum þá hrundi hið fámenna samfélag okkar eins og spilaborg,“ sagði Ágúst í ræðu sinni. Þá kom fram í máli Ágústs að hann teldi óvíst hvort að hægt væri að halda þjóðinni saman eftir þetta. Hann tók undir hugmynd Njarðar P. Njarðvík að stofna ætti nýtt lýðveldi enda væri flokkakerfi 20. aldarinnar gjaldþrota. „Þjóðin vill breytingar og þarf breytingar.“ Ágúst kvaðst vilja að framkvæmdavaldið væri kosið beint eins og gert er í Bandaríkjunum og í Frakklandi að hluta og rifjaði upp hugmyndir Bandalags jafnaðarmanna og Vilmundar Gylfasonar. „Ég tel að við eigum að kjósa framkvæmdavaldið í beinni kosningu. Alþingi verður kosið eftir sem áður en verður með þessu alvöru löggjafarþing og virkur eftirlitsaðili með framkvæmdavaldi sem sækir umboð sitt til þjóðarinnar. Með því fengist betra jafnvægi milli þessara grundvallarstoða samfélagsins,“ sagði Ágúst. Ágústi voru færðar margvíslegar þakkir fyrir starf sitt fyrir Háskólann á Bifröst og mun skólinn meðal annars halda sérstaka alþjóðlega ráðstefnu um menningu og viðskipti honum til heiðurs í haust. Magnús Árni Magnússon tók við rektorsstarfinu í dag. Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Ágúst Einarsson lét af störfum sem rektor Háskólans á Bifröst í dag. Í sinni síðustu útskriftaræðu gagnrýndi hann stjórnvöld harðlega og sagðist vilja nýtt lýðveldi og beina kosningu framkvæmdavaldsins. Ágúst sagði að besta leiðin fyrir Íslendinga út úr kreppunni væri að efla háskóla. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að rífa niður háskólakerfið. Að hans mati er fámenni helsta vanda Íslendinga og „þegar bættust við siðleysi, græðgi og glæpamennska nokkurra tuga manna í lykilstöðum í fjármálageiranum þá hrundi hið fámenna samfélag okkar eins og spilaborg,“ sagði Ágúst í ræðu sinni. Þá kom fram í máli Ágústs að hann teldi óvíst hvort að hægt væri að halda þjóðinni saman eftir þetta. Hann tók undir hugmynd Njarðar P. Njarðvík að stofna ætti nýtt lýðveldi enda væri flokkakerfi 20. aldarinnar gjaldþrota. „Þjóðin vill breytingar og þarf breytingar.“ Ágúst kvaðst vilja að framkvæmdavaldið væri kosið beint eins og gert er í Bandaríkjunum og í Frakklandi að hluta og rifjaði upp hugmyndir Bandalags jafnaðarmanna og Vilmundar Gylfasonar. „Ég tel að við eigum að kjósa framkvæmdavaldið í beinni kosningu. Alþingi verður kosið eftir sem áður en verður með þessu alvöru löggjafarþing og virkur eftirlitsaðili með framkvæmdavaldi sem sækir umboð sitt til þjóðarinnar. Með því fengist betra jafnvægi milli þessara grundvallarstoða samfélagsins,“ sagði Ágúst. Ágústi voru færðar margvíslegar þakkir fyrir starf sitt fyrir Háskólann á Bifröst og mun skólinn meðal annars halda sérstaka alþjóðlega ráðstefnu um menningu og viðskipti honum til heiðurs í haust. Magnús Árni Magnússon tók við rektorsstarfinu í dag.
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira