Ekki þvælast fyrir framkvæmdum 3. mars 2010 02:00 Sigmundur Ernir Af hverju heldurðu ekki þessa ræðu yfir þingflokknum? var kallað fram í ræðu þingmannsins í gær? Ég er alltaf að því, svaraði hann að bragði. Fréttablaðið/GVA Þingmenn stjórnarandstöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“. Sigmundur lét ummælin falla á Alþingi í gær og sagði að efnahagshrun fyrir einu og hálfu ári gæti ekki verið afsökun fyrir því að ekki hafi gengið betur á síðustu misserum. Hann hvatti ríki og sveitarfélög til „að draga ekki lappirnar“ og þvælast ekki fyrir og bregða fæti fyrir framkvæmdir. Sigmundur Ernir vitnaði í upplýsingar frá Samtökum atvinnulífsins um að 11.000 störf hefðu tapast á árinu 2008 og 2009 og að atvinnuleysi yrði tíu prósent á þessu ári og því næsta. „Þetta er óþolandi,“ sagði Sigmundur Ernir. Koma þyrfti eins mörgum framkvæmdum á framkvæmdastig og kostur er. Hann hvatti þingheim til að sýna samstöðu og koma atvinnulausum Íslendingum og verkefnalausum verktökum til hjálpar. Í frammíkalli við ræðuna var Sigmundur Ernir spurður hvers vegna hann héldi ekki þessa ræðu á þingflokksfundi? „Ég er alltaf að því,“ svaraði hann. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist taka undir hvert orð Sigmundar Ernis og fagnaði því að hann bæri út boðskap Samtaka atvinnulífsins. Fram undan sé að skera niður um 50 milljarða í ríkisrekstri á næsta ári og því sé nauðsynlegt að skapa ný störf og afla nýrra gjaldeyristekna. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, sagði orð Sigmundar Ernis til marks um að „eldsvoðinn“ sem geisar innan VG hefði breiðst út til Samfylkingarinnar. Sigmundur Ernir hefði kaghýtt ríkisstjórnina fyrir framan alþjóð og væri greinilega búinn að gefast upp á að tala við þingflokk Samfylkingarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, þakkaði Sigmundi Erni hreinskilnina og sagðist taka undir með honum að atvinnuleysið væri áfellisdómur yfir stjórnvöldum og að ríki og sveitarfélög ættu ekki að þvælast fyrir framkvæmdum. peturg@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“. Sigmundur lét ummælin falla á Alþingi í gær og sagði að efnahagshrun fyrir einu og hálfu ári gæti ekki verið afsökun fyrir því að ekki hafi gengið betur á síðustu misserum. Hann hvatti ríki og sveitarfélög til „að draga ekki lappirnar“ og þvælast ekki fyrir og bregða fæti fyrir framkvæmdir. Sigmundur Ernir vitnaði í upplýsingar frá Samtökum atvinnulífsins um að 11.000 störf hefðu tapast á árinu 2008 og 2009 og að atvinnuleysi yrði tíu prósent á þessu ári og því næsta. „Þetta er óþolandi,“ sagði Sigmundur Ernir. Koma þyrfti eins mörgum framkvæmdum á framkvæmdastig og kostur er. Hann hvatti þingheim til að sýna samstöðu og koma atvinnulausum Íslendingum og verkefnalausum verktökum til hjálpar. Í frammíkalli við ræðuna var Sigmundur Ernir spurður hvers vegna hann héldi ekki þessa ræðu á þingflokksfundi? „Ég er alltaf að því,“ svaraði hann. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist taka undir hvert orð Sigmundar Ernis og fagnaði því að hann bæri út boðskap Samtaka atvinnulífsins. Fram undan sé að skera niður um 50 milljarða í ríkisrekstri á næsta ári og því sé nauðsynlegt að skapa ný störf og afla nýrra gjaldeyristekna. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, sagði orð Sigmundar Ernis til marks um að „eldsvoðinn“ sem geisar innan VG hefði breiðst út til Samfylkingarinnar. Sigmundur Ernir hefði kaghýtt ríkisstjórnina fyrir framan alþjóð og væri greinilega búinn að gefast upp á að tala við þingflokk Samfylkingarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, þakkaði Sigmundi Erni hreinskilnina og sagðist taka undir með honum að atvinnuleysið væri áfellisdómur yfir stjórnvöldum og að ríki og sveitarfélög ættu ekki að þvælast fyrir framkvæmdum. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira