Innlent

Nefbraut mann

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Honum var gert að greiða fórnar­lambinu 200 þúsund í skaðabætur.

Maðurinn réðst á hinn á og við Hressingarskálann í Reykjavík og kýldi hann í andlitið. Fórnarlambið nefbrotnaði.

Fram er komið að árásarmaður­inn sló hinn í kjölfar þess að unnusta hans tjáði honum að sá er fyrir árásinni varð hefði káfað á henni þegar þau dönsuðu saman. Hefur fórnarlambið neitað því. Dómurinn leit þó til þess við ákvörðun refsingar hver aðdragandinn var að líkamsárásinni.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×