Erlent

Segir Bandaríkjamenn vera að hertaka Haítí

Óli Tynes skrifar
Hugo Chavez.
Hugo Chavez.

Hugo Chavez forseti Venesúela sakaði í gær Bandaríkin um að vera að hertaka Haítí undir því yfirskyni að aðstoða landið eftir jarðskjálftann mikla.

Í vikulegu sjónvarpsávarpi sínu sagði forsetinn að hann hefði lesið að þrjúþúsund bandarískir landgönguliðar séu að koma til Haítí, vopnaðir eins og þeir væru að fara í stríð.

Hann sagði að á Haítí væri þörf fyrir lækna, eldsneyti og mat. Þar væri nóg af byssum.

Chavez spurði hvar Bandaríkjamennirnir væru eiginlega. Þeir væru ekki sjáanlegir á götunum. -Eru þeir að leita að líum? Eru þeir að leita að slösuðum? Þú sérð þá ekki. Ég hef ekki séð þá. Hvar eru þeir?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×