Ung kona grunuð um að smita HIV með gáleysislegri hegðun Karen Kjartansdóttir skrifar 18. janúar 2010 18:30 Landlæknisembættinu tókst ekki að koma lögum yfir unga HIV-smitaða konu sem grunur lék á að hefði smitað aðra með gáleysislegri hegðun. Sóttvarnarlæknir segir að rannsakað sé hvort fjölgun HIV-smitaðra hér á landi megi hugsanlega mega rekja til þessa máls. Unga konan sem um ræðir er sprautufíkill sem smituð er af HIV-veirunni. Árið 2007 var nýgengi smitaðra mjög mikið meðal sprautufíkla. Ótti vaknaði hjá starfsmönnum Landlæknisembættisins vegna þessa og beindist athyglin að ungu konunni. Reynt var að veita henni aðstoð á grundvelli sóttvarnarlaga en aðstoðinni hafnaði hún alfarið og fór málið fyrir héraðsdóm. Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma segir skelfilegt að ekki hafi verið hægt að grípa í taumana á þessum tíma. Dómurinn hafi slegið vopnin úr höndum heilbrigðisstarfsmanna. Nú hafi nýgengi á HIV aukist mikið meðal sprautufíkla. Til að mynda greindust fimm í fyrra með veiruna og segir Haraldur að nú standi yfir rannsókn hvort það hópsmit tengist máli stúlkunnar frá árinu 2007. Bergþóra segir þróunina geigvænlega. En heilbrigðisstarfsmenn geti lítið annað gert en hvetja fólk til að deila ekki nálum, stunda ábyrgt kynlíf og muna að nota smokkinn. Slíkar ráðleggingar dugi þó skammt þegar fólk sé undir áhrifum fíkniefna og því skeytingarlaust og sljótt um heilsu sína og annarra. Í starfi sínu hafi hún fengið innsýn í skelfilegan veruleika margra fíkla. Dæmi séu um að ungir fíklar séu þvingaðir í vændi til að vinna fyrir efnunum. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Landlæknisembættinu tókst ekki að koma lögum yfir unga HIV-smitaða konu sem grunur lék á að hefði smitað aðra með gáleysislegri hegðun. Sóttvarnarlæknir segir að rannsakað sé hvort fjölgun HIV-smitaðra hér á landi megi hugsanlega mega rekja til þessa máls. Unga konan sem um ræðir er sprautufíkill sem smituð er af HIV-veirunni. Árið 2007 var nýgengi smitaðra mjög mikið meðal sprautufíkla. Ótti vaknaði hjá starfsmönnum Landlæknisembættisins vegna þessa og beindist athyglin að ungu konunni. Reynt var að veita henni aðstoð á grundvelli sóttvarnarlaga en aðstoðinni hafnaði hún alfarið og fór málið fyrir héraðsdóm. Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma segir skelfilegt að ekki hafi verið hægt að grípa í taumana á þessum tíma. Dómurinn hafi slegið vopnin úr höndum heilbrigðisstarfsmanna. Nú hafi nýgengi á HIV aukist mikið meðal sprautufíkla. Til að mynda greindust fimm í fyrra með veiruna og segir Haraldur að nú standi yfir rannsókn hvort það hópsmit tengist máli stúlkunnar frá árinu 2007. Bergþóra segir þróunina geigvænlega. En heilbrigðisstarfsmenn geti lítið annað gert en hvetja fólk til að deila ekki nálum, stunda ábyrgt kynlíf og muna að nota smokkinn. Slíkar ráðleggingar dugi þó skammt þegar fólk sé undir áhrifum fíkniefna og því skeytingarlaust og sljótt um heilsu sína og annarra. Í starfi sínu hafi hún fengið innsýn í skelfilegan veruleika margra fíkla. Dæmi séu um að ungir fíklar séu þvingaðir í vændi til að vinna fyrir efnunum.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira