RÚV tapar milljón á dag undir stjórn útvarpsstjóra Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2010 18:51 Ríkisútvarpið hefur tapað rúmri milljón á dag þann tíma sem Páll Magnússon hefur verið útvarpsstjóri, sem eru öllu meira en stofnunin tapaði á dag í útvarpsstjóratíð fyrirrennara hans. Frá árinu 2002 hefur launakostnaður Ríkisútvarpsins aukist töluvert umfram laun á almennum launamarkaði. Hallarekstur hefur verið viðvarandi vandamál hjá Ríkisútvarpinu í mörg ár. Markús Örn Antonsson var útvarpsstjóri frá janúar 2001 til loka ágústmánaðar 2005. Á þessum fjórum árum og átta mánuðum var rekstrarfé Ríkisútvarpsins samtals 14,6 milljarðar króna. Halli var á rekstrinum öll árin var samtals einn milljarður og 19 milljónir króna sem er um 7 % af rekstrarfé stofnunarinnar. Vonir manna um að reksturinn myndi batna við það að Ríkisútvarpið var hlutafélagavætt hafa ekki ræst. Um síðustu áramót hafði Páll Magnússon verið útvarpsstjóri í fjögur ár og fjóra mánuði. Á þessum tíma var rekstrarfé stofnunarinnar 17 milljarðar og 59 milljónir, en hallinn á rekstrinum hefur verið mikill á sama tímabili eða rúmlega 1,8 milljarðar króna. Það er verri afkoma en í tíð Markúsar, því þetta er halli upp á um 10,6 prósent af rekstrarfé Ríkisútvarpsins á umræddu tímabili. Markús Örn stjórnaði RÚV í 1.700 daga og var hallinn þá að meðaltali um 645 þúsund krónur á dag. Um síðustu áramót hafði Páll Magnússon stjórnað Ríkisútvarpinu í 1.581 dag með halla upp á 1,1 milljón krónur á dag að meðaltali. Fjöldi fastráðinna starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu hefur lítið breyst á undanförnum árum. Árið 2002 voru fastráðnir starfsmenn 311 og launakostnaðurinn 1,2 milljarðar. Á árinu 2009 hafði fastráðnum starfsmönnum fækkað um fjóra og voru 307, en launakostnaðurinn var þá kominn í tvo milljarða og 39 milljónir. Frá árinu 2002 hækkaði launakostnaðurinn því um 69,9 prósent en á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 63 prósent, eða um 7 prósentustigum minna en launin hjá RÚV. Útvarpsstjóri boðar aðgerðir til að vinna á hallanum, en ekki hefur verið upplýst í hverju þær muni felast. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur tapað rúmri milljón á dag þann tíma sem Páll Magnússon hefur verið útvarpsstjóri, sem eru öllu meira en stofnunin tapaði á dag í útvarpsstjóratíð fyrirrennara hans. Frá árinu 2002 hefur launakostnaður Ríkisútvarpsins aukist töluvert umfram laun á almennum launamarkaði. Hallarekstur hefur verið viðvarandi vandamál hjá Ríkisútvarpinu í mörg ár. Markús Örn Antonsson var útvarpsstjóri frá janúar 2001 til loka ágústmánaðar 2005. Á þessum fjórum árum og átta mánuðum var rekstrarfé Ríkisútvarpsins samtals 14,6 milljarðar króna. Halli var á rekstrinum öll árin var samtals einn milljarður og 19 milljónir króna sem er um 7 % af rekstrarfé stofnunarinnar. Vonir manna um að reksturinn myndi batna við það að Ríkisútvarpið var hlutafélagavætt hafa ekki ræst. Um síðustu áramót hafði Páll Magnússon verið útvarpsstjóri í fjögur ár og fjóra mánuði. Á þessum tíma var rekstrarfé stofnunarinnar 17 milljarðar og 59 milljónir, en hallinn á rekstrinum hefur verið mikill á sama tímabili eða rúmlega 1,8 milljarðar króna. Það er verri afkoma en í tíð Markúsar, því þetta er halli upp á um 10,6 prósent af rekstrarfé Ríkisútvarpsins á umræddu tímabili. Markús Örn stjórnaði RÚV í 1.700 daga og var hallinn þá að meðaltali um 645 þúsund krónur á dag. Um síðustu áramót hafði Páll Magnússon stjórnað Ríkisútvarpinu í 1.581 dag með halla upp á 1,1 milljón krónur á dag að meðaltali. Fjöldi fastráðinna starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu hefur lítið breyst á undanförnum árum. Árið 2002 voru fastráðnir starfsmenn 311 og launakostnaðurinn 1,2 milljarðar. Á árinu 2009 hafði fastráðnum starfsmönnum fækkað um fjóra og voru 307, en launakostnaðurinn var þá kominn í tvo milljarða og 39 milljónir. Frá árinu 2002 hækkaði launakostnaðurinn því um 69,9 prósent en á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 63 prósent, eða um 7 prósentustigum minna en launin hjá RÚV. Útvarpsstjóri boðar aðgerðir til að vinna á hallanum, en ekki hefur verið upplýst í hverju þær muni felast.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira