Innlent

Geir vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

Geir Sveinsson
Geir Sveinsson

Geir Sveinsson, sem sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vill að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verði áfram þar. Þetta segir hann á bloggsíðu sinni. Ástæðuna segir hann að engin haldbær rök hafi komið fram um af hverju og hvert flugvöllurinn eigi að fara.

Geir segir að hann hafi, á undanförnum dögum, fundið fyrir miklum áhuga kjósenda á afstöðu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í flugvallarmálinu og því hafi honum þótt það eðlilegt að enginn velktist í vafa um hans skoðun á málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×