Hyggst virkja Skaftá og reisa fóðurverksmiðju 12. janúar 2010 18:34 Virkjun Skaftár í landi Skálar á Síðu er á teikniborðinu og stefnt að því að framkvæmdir fari á fullt á næsta ári. Samhliða er áformað að reisa fóðurverksmiðju fyrir fiskeldi, sem nýti orkuna.Skaftá er í röð tíu vatnsmestu fljóta landsins en nú þegar hugmyndir, um að veita henni úr farvegi sínum á hálendinu vestur yfir til Tungnár- og Þjórsárvirkjana, virðast úr sögunni er eigandi Skálar, Þórarinn Kristinsson, langt kominn með undirbúning að virkjun hennar við bæinn. Hann segir stefnt að 4 megavatta rennslisvirkjun og rannsóknir, teikningar og leyfi séu komin vel af stað.Fyrir Skaftárelda 1783 var Skál talin ein besta bújörð á Íslandi. Eldhraunið stórspillti hins vegar jörðinni, tók af víðfeðmar engjar, og færði Skaftá upp að fjallsrótum. Hefðbundnum búskap var hætt á Skál fyrir um 20 árum. Síðan hefur hún verið frístundajörð, lengst af í eigu fjögurra lækna, en Þórarinn keypti hana fyrir fjórum árum.Hann hyggst stífla Skaftá neðan við bæinn og veita henni í hundrað metra löngum göngum í gegnum höfða sem skagar út í ána. Vélasamstæður komi til með að vera rúmt ár í framleiðslu og vonast hann til orkuframleiðsla hefjist árið 2011.Hann býst ekki við mikilli andstöðu. Hann segir að virkjuninni fylgi engin uppistöðulón enda verði hún rennslisvirkjun. Hún verði bara til að bæta svæðið.Faðir hans, Kristinn í Björgun, var frumkvöðull í fiskeldi með stöð sinni í Tungu í Landbroti og nú vonast Þórarinn til að fóðurverksmiðja fyrir lax og bleikju verði risin í sveitinni árið 2012. Hráefnið verði afgangar eins og afskurður og fiskislóg.Honum svíður að sjá fólksfækkunina. Það sé líka alvarlegt að meðalbóndi á svæðinu sé tíu árum eldri en annarsstaðar á landinu. Þetta sé skelfilegt og þessvegna sé nauðsynlegt að efla atvinnulíf í sveitinni. Þar séu gríðarleg tækifæri og þau verði að nýta. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Virkjun Skaftár í landi Skálar á Síðu er á teikniborðinu og stefnt að því að framkvæmdir fari á fullt á næsta ári. Samhliða er áformað að reisa fóðurverksmiðju fyrir fiskeldi, sem nýti orkuna.Skaftá er í röð tíu vatnsmestu fljóta landsins en nú þegar hugmyndir, um að veita henni úr farvegi sínum á hálendinu vestur yfir til Tungnár- og Þjórsárvirkjana, virðast úr sögunni er eigandi Skálar, Þórarinn Kristinsson, langt kominn með undirbúning að virkjun hennar við bæinn. Hann segir stefnt að 4 megavatta rennslisvirkjun og rannsóknir, teikningar og leyfi séu komin vel af stað.Fyrir Skaftárelda 1783 var Skál talin ein besta bújörð á Íslandi. Eldhraunið stórspillti hins vegar jörðinni, tók af víðfeðmar engjar, og færði Skaftá upp að fjallsrótum. Hefðbundnum búskap var hætt á Skál fyrir um 20 árum. Síðan hefur hún verið frístundajörð, lengst af í eigu fjögurra lækna, en Þórarinn keypti hana fyrir fjórum árum.Hann hyggst stífla Skaftá neðan við bæinn og veita henni í hundrað metra löngum göngum í gegnum höfða sem skagar út í ána. Vélasamstæður komi til með að vera rúmt ár í framleiðslu og vonast hann til orkuframleiðsla hefjist árið 2011.Hann býst ekki við mikilli andstöðu. Hann segir að virkjuninni fylgi engin uppistöðulón enda verði hún rennslisvirkjun. Hún verði bara til að bæta svæðið.Faðir hans, Kristinn í Björgun, var frumkvöðull í fiskeldi með stöð sinni í Tungu í Landbroti og nú vonast Þórarinn til að fóðurverksmiðja fyrir lax og bleikju verði risin í sveitinni árið 2012. Hráefnið verði afgangar eins og afskurður og fiskislóg.Honum svíður að sjá fólksfækkunina. Það sé líka alvarlegt að meðalbóndi á svæðinu sé tíu árum eldri en annarsstaðar á landinu. Þetta sé skelfilegt og þessvegna sé nauðsynlegt að efla atvinnulíf í sveitinni. Þar séu gríðarleg tækifæri og þau verði að nýta.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent