Innlent

Álfheiður hætt við að áminna Steingrím Ara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Álfheiður er hætt við að áminna Steingrím Ara Arason. Mynd/ Stefán.
Álfheiður er hætt við að áminna Steingrím Ara Arason. Mynd/ Stefán.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra er hætt við áminna Steingrím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Álfheiður upplýsti þetta í óundibúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.

Álfheiður sagði að komin væri til framkvæmda ný reglugerð sem veitir einstaklingum, sem til þessa hafa þurft að bera mikinn kostnað af tannlækningum og tannréttingum vegna alvarlegra galla í munnholi, rétt til allt að 95% endurgreiðslu kostnaðar. Þetta hefði gerst eftir fund forstjóra Sjúkratrygginga með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins.

Hún liti því svo á að kominn sé á trúnaður milli forstjóra Sjúkratrygginga og ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×