Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi gegn KR Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2010 13:19 Grindavík og KR skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í kvöld í 21.umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Baldur Sigurðsson skoraði þrennu í leiknum en það dugði ekki til sigurs. Fyrir leiki kvöldsins voru Grindvíkingar í tíunda sæti með 20 stig en KR-ingar í því fjórða með 34 stig. KR-ingar gátu tryggt sér Evrópusæti með sigri og Grindvíkingar myndu endanlega bjarga sér frá falli ef þeir náðu í öll stigin hér í kvöld. Liðin þurftu bæði að lúta í gras í síðustu umferð og voru staðráðin í því að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst á fyrstu mínútum leiksins að KR-ingar ætluðu að selja sitt dýrt. Fyrsta mark leiksins kom eftir tíu mínútna leik en þá náðu KR-ingar að skora. Óskar Örn Hauksson komst í gegn um vörn Grindvíkinga, átti skot að marki sem misfórst, en Baldur Sigurðsson náði frákastinu og hamraði boltanum í netið. Aðeins þremur mínútum síðar komust KR-ingar í 2-0 og aftur var á ferðinni Baldur Sigurðsson. Kjartan Henry átti frábært skot í stöngina , boltinn skoppaði út í teiginn og þar var Baldur aftur mættur og renndi boltanum í autt netið. Tvö mjög svo lík mörk hjá Baldri og gestirnir voru með öll tök á vellinum. Það leit allt út fyrir það að KR-ingar ætluðu að valta yfir heimamenn en á 21.mínútu komst Kjartan Henry í gegn og átti skot í innanverða stöngina. Gegn gangi leiksins náðu Grindvíkingar að minnka muninn á 27mínútu. Orri Freyr Hjaltalín fékk boltann inn í vítateig KR-inga, lék á einn varnamann KR og náði fínu skoti að markinu. Mark Rutgers ,leikmaður KR-inga, renndi sér fyrir boltann þar sem hann breytti um stefnu og hafnaði í netinu. Staðan var því 1-2 í hálfleik og búast mátti við góðum síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var aðeins fimm mínútu gamall þegar heimamenn náðu að jafna metin. Orri Freyr Hjaltalín átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga sem rataði beint á Gilles Mbang Ondo en hann renndi boltanum framhjá Lars Ivar í markinu. Liðin skiptust á að sækja næsta hálftímann en náðu hvorugt að koma boltanum í netið. Það var síðan á 83.mínútu þegar KR-ingar náðu að komast yfir. Baldur Sigurðsson kórónaði frábæran leik með því að skora sitt þriðja mark í leiknum. Kjartan Henry átti frábæra fyrirgjöf sem Baldur skallaði í netið. Allt leit út fyrir að gestirnir myndu ná í öll stigin ,en heimamenn neituðu að gefast upp. Þegar um ein mínúta var komin framyfir venjulegan leiktíma fengu Grindvíkinga umdeilda vítaspyrnu. Boltinn barst inn í vítateig KR þar sem hann virtist fara í höndina á leikmanni KR. Dómari leiksins ,Valgeir Valgeirsson, var í mjög góðri aðstöðu til að sjá brotið en dæmdi ekkert. Það var aðstoðardómarinn sem flaggaði en hann var staddur hinum megin á vellinum. Mjög svo umdeildur dómur og allt sauð uppúr hjá KR-ingum. Gilles Mbang Ondo steig á punktinn og skoraði sitt annað mark í leiknum. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli og það er ljóst að Grindvíkingar verða í Pepsi-deildinni á næsta ári. KR-ingar hafa ekki enn tryggt sér Evrópusætið ,en það eru samt sem áður aðeins tölfræðilegar líkur á því að þeir missi af því. Grindavík 3 – 3 KR Baldur Sigurðsson (10.) Baldur Sigurðsson (13.) Orri Freyr Hjaltalín (26.) Gilles Mbang Ondo (50.) Baldur Sigurðsson (83.) Gilles Mbang Ondo, víti (92.) Áhorfendur: 632 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 10 - 16 (5-12) Varin skot: Óskar 8 – 4 Lars Horn: 4 – 8 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 9 Rangstöður: 3 - 0 Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Ray Anthony Jónsson 4 Guðmundur Andri Bjarnason 5 (85. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Jóhann Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 (74. Óli Baldur Bjarnason 7) Matthías Örn Friðriksson 5 (70. Alexander Magnússon 6) Grétar Ólafur Hjartarson 5 Gilles Mbang Ondo 8 KR (4-3-3) Lars Ivar Moldsked 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Mark Rutgers 5 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Dofri Snorrason 5 Óskar Örn Hauksson 6 (45. Viktor Bjarki Arnarsson 4 ) Baldur Sigurðsson 8 - maður leiksins Egill Jónsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Gunnar Örn Jónsson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: Grindavík - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira
Grindavík og KR skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í kvöld í 21.umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Baldur Sigurðsson skoraði þrennu í leiknum en það dugði ekki til sigurs. Fyrir leiki kvöldsins voru Grindvíkingar í tíunda sæti með 20 stig en KR-ingar í því fjórða með 34 stig. KR-ingar gátu tryggt sér Evrópusæti með sigri og Grindvíkingar myndu endanlega bjarga sér frá falli ef þeir náðu í öll stigin hér í kvöld. Liðin þurftu bæði að lúta í gras í síðustu umferð og voru staðráðin í því að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst á fyrstu mínútum leiksins að KR-ingar ætluðu að selja sitt dýrt. Fyrsta mark leiksins kom eftir tíu mínútna leik en þá náðu KR-ingar að skora. Óskar Örn Hauksson komst í gegn um vörn Grindvíkinga, átti skot að marki sem misfórst, en Baldur Sigurðsson náði frákastinu og hamraði boltanum í netið. Aðeins þremur mínútum síðar komust KR-ingar í 2-0 og aftur var á ferðinni Baldur Sigurðsson. Kjartan Henry átti frábært skot í stöngina , boltinn skoppaði út í teiginn og þar var Baldur aftur mættur og renndi boltanum í autt netið. Tvö mjög svo lík mörk hjá Baldri og gestirnir voru með öll tök á vellinum. Það leit allt út fyrir það að KR-ingar ætluðu að valta yfir heimamenn en á 21.mínútu komst Kjartan Henry í gegn og átti skot í innanverða stöngina. Gegn gangi leiksins náðu Grindvíkingar að minnka muninn á 27mínútu. Orri Freyr Hjaltalín fékk boltann inn í vítateig KR-inga, lék á einn varnamann KR og náði fínu skoti að markinu. Mark Rutgers ,leikmaður KR-inga, renndi sér fyrir boltann þar sem hann breytti um stefnu og hafnaði í netinu. Staðan var því 1-2 í hálfleik og búast mátti við góðum síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var aðeins fimm mínútu gamall þegar heimamenn náðu að jafna metin. Orri Freyr Hjaltalín átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga sem rataði beint á Gilles Mbang Ondo en hann renndi boltanum framhjá Lars Ivar í markinu. Liðin skiptust á að sækja næsta hálftímann en náðu hvorugt að koma boltanum í netið. Það var síðan á 83.mínútu þegar KR-ingar náðu að komast yfir. Baldur Sigurðsson kórónaði frábæran leik með því að skora sitt þriðja mark í leiknum. Kjartan Henry átti frábæra fyrirgjöf sem Baldur skallaði í netið. Allt leit út fyrir að gestirnir myndu ná í öll stigin ,en heimamenn neituðu að gefast upp. Þegar um ein mínúta var komin framyfir venjulegan leiktíma fengu Grindvíkinga umdeilda vítaspyrnu. Boltinn barst inn í vítateig KR þar sem hann virtist fara í höndina á leikmanni KR. Dómari leiksins ,Valgeir Valgeirsson, var í mjög góðri aðstöðu til að sjá brotið en dæmdi ekkert. Það var aðstoðardómarinn sem flaggaði en hann var staddur hinum megin á vellinum. Mjög svo umdeildur dómur og allt sauð uppúr hjá KR-ingum. Gilles Mbang Ondo steig á punktinn og skoraði sitt annað mark í leiknum. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli og það er ljóst að Grindvíkingar verða í Pepsi-deildinni á næsta ári. KR-ingar hafa ekki enn tryggt sér Evrópusætið ,en það eru samt sem áður aðeins tölfræðilegar líkur á því að þeir missi af því. Grindavík 3 – 3 KR Baldur Sigurðsson (10.) Baldur Sigurðsson (13.) Orri Freyr Hjaltalín (26.) Gilles Mbang Ondo (50.) Baldur Sigurðsson (83.) Gilles Mbang Ondo, víti (92.) Áhorfendur: 632 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 10 - 16 (5-12) Varin skot: Óskar 8 – 4 Lars Horn: 4 – 8 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 9 Rangstöður: 3 - 0 Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Ray Anthony Jónsson 4 Guðmundur Andri Bjarnason 5 (85. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Jóhann Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 (74. Óli Baldur Bjarnason 7) Matthías Örn Friðriksson 5 (70. Alexander Magnússon 6) Grétar Ólafur Hjartarson 5 Gilles Mbang Ondo 8 KR (4-3-3) Lars Ivar Moldsked 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Mark Rutgers 5 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Dofri Snorrason 5 Óskar Örn Hauksson 6 (45. Viktor Bjarki Arnarsson 4 ) Baldur Sigurðsson 8 - maður leiksins Egill Jónsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Gunnar Örn Jónsson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: Grindavík - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira