Innlent

Vilja kjósa um ESB um leið og valið verður á stjórnlagaþing

Sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingu leggja fram þingsályktunartillögu í dag þar sem lagt er til að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands við Evrópusambandið. Þingmennirnir vilja að kosið verði um málið samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um kjör á stjórnlagaþing þann 27. nóvember næstkomandi.

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að þjóðaratkvæðagreiðslan sé brýnt hagsmunamál allrar þjóðarinnar. „Allir stjórnmálaflokkar tala fyrir auknu lýðræði og beinni aðkomu þjóðarinnar að ákvarðanatöku, sér í lagi þegar um stór deilumál er um að ræða. Nú reynir á að sýna þann vilja í verki."

Þeir þingmenn sem standa að tillögunni eru: Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki, Ásmundur Einar Daðason VG, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir VG, Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokki, Árni Johnsen Sjálfstæðisflokki og Birgir Þórarinsson Framsóknarflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×