Ólafur: Kylfingur breytir ekki sveiflu sinni í miðri keppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2010 15:15 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, líst vel á sína menn degi fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla. Ef Blikar vinna sinn leik á morgun verða þeir Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur. Síðasta vika var erfið en þá mættum við Fylki, KR og Selfossi. Í einhverjum leikjum örlaði á því að spennustigið væri of hátt en strákarnir tókust vel á við það í leikjunum sjálfum," sagði Ólafur. Breiðablik vann Selfoss á sunnudaginn var og er í efsta sæti deildarinnar með 43 stig. Spennan er þó mikil þar sem ÍBV kemur næst með 42 stig og ríkjandi meistarar FH, eru með 41 stig. „Undirbúningi fyrir þennan leik hefur verið háttað eins og fyrir alla aðra leiki. Við spiluðum á sunnudaginn og vorum ánægðir með þann sigur. Svo kom æfing á mánudaginn þar sem við hreinsuðum þann leik úr huganum. Ég bað svo strákana um að vera ekkert að hugsa um leikinn á morgun fyrr en á fimmtudag eða föstudag í fyrsta lagi." „Forsenda fyrir því að ná góðum árangri í leiknum á morgun er að menn hafi verið góðir á æfingum í vikunni. Ég bað því menn um að einbeita sér að æfingu hvers dags. Úrslitin á morgun eiga að endurspegla það sem við höfum verið að vinna að í vikunni." „Og við erum búnir að undirbúa okkur vel. Það erl ítið hægt að gera. Þetta er eins og með golfið. Kylfingur sem fer í keppni er ekki að breyta um sveiflu í miðju móti. Það er eins með okkur og golfarana sem ætla bara að spila sitt golf. Við ætlum að spila okkar leik." Breiðablik mætir Stjörnunni á útivelli á morgun þar sem spilað er á gervigrasi. Það hefur verið nokkuð gagnrýnt að undanförnu fyrir að vera komið til ára sinna auk þess sem það þykir hættulegt að spila á því þurru. „Við æfum í níu mánuði ársins á gervigrasi og við höfum spilað þarna ári. Ég get tekið undir það að það er hættulegt að spila á gervigrasi þegar völlurinn er þurr en ég býst við að himnafaðirinn muni sjá um að vökva á morgun." „Við höfum líka æft á gervigrasinu fyrir utan Kórinn í vikunni svo að leikmenn geti vanist undirlaginu. Það er öðruvísi að hlaupa og gefa sendingar á því." „Mér líst annars vel á að mæta Stjörnunni. Þetta er fínt lið sem hefur tekið þátt í nokkrum fjörugum leikjum í sumar. Stjörnumenn fara pressulausir í þennan leik og það verður athyglisvert að mæta þeim." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, líst vel á sína menn degi fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla. Ef Blikar vinna sinn leik á morgun verða þeir Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur. Síðasta vika var erfið en þá mættum við Fylki, KR og Selfossi. Í einhverjum leikjum örlaði á því að spennustigið væri of hátt en strákarnir tókust vel á við það í leikjunum sjálfum," sagði Ólafur. Breiðablik vann Selfoss á sunnudaginn var og er í efsta sæti deildarinnar með 43 stig. Spennan er þó mikil þar sem ÍBV kemur næst með 42 stig og ríkjandi meistarar FH, eru með 41 stig. „Undirbúningi fyrir þennan leik hefur verið háttað eins og fyrir alla aðra leiki. Við spiluðum á sunnudaginn og vorum ánægðir með þann sigur. Svo kom æfing á mánudaginn þar sem við hreinsuðum þann leik úr huganum. Ég bað svo strákana um að vera ekkert að hugsa um leikinn á morgun fyrr en á fimmtudag eða föstudag í fyrsta lagi." „Forsenda fyrir því að ná góðum árangri í leiknum á morgun er að menn hafi verið góðir á æfingum í vikunni. Ég bað því menn um að einbeita sér að æfingu hvers dags. Úrslitin á morgun eiga að endurspegla það sem við höfum verið að vinna að í vikunni." „Og við erum búnir að undirbúa okkur vel. Það erl ítið hægt að gera. Þetta er eins og með golfið. Kylfingur sem fer í keppni er ekki að breyta um sveiflu í miðju móti. Það er eins með okkur og golfarana sem ætla bara að spila sitt golf. Við ætlum að spila okkar leik." Breiðablik mætir Stjörnunni á útivelli á morgun þar sem spilað er á gervigrasi. Það hefur verið nokkuð gagnrýnt að undanförnu fyrir að vera komið til ára sinna auk þess sem það þykir hættulegt að spila á því þurru. „Við æfum í níu mánuði ársins á gervigrasi og við höfum spilað þarna ári. Ég get tekið undir það að það er hættulegt að spila á gervigrasi þegar völlurinn er þurr en ég býst við að himnafaðirinn muni sjá um að vökva á morgun." „Við höfum líka æft á gervigrasinu fyrir utan Kórinn í vikunni svo að leikmenn geti vanist undirlaginu. Það er öðruvísi að hlaupa og gefa sendingar á því." „Mér líst annars vel á að mæta Stjörnunni. Þetta er fínt lið sem hefur tekið þátt í nokkrum fjörugum leikjum í sumar. Stjörnumenn fara pressulausir í þennan leik og það verður athyglisvert að mæta þeim."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira