Ólafur: Kylfingur breytir ekki sveiflu sinni í miðri keppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2010 15:15 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, líst vel á sína menn degi fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla. Ef Blikar vinna sinn leik á morgun verða þeir Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur. Síðasta vika var erfið en þá mættum við Fylki, KR og Selfossi. Í einhverjum leikjum örlaði á því að spennustigið væri of hátt en strákarnir tókust vel á við það í leikjunum sjálfum," sagði Ólafur. Breiðablik vann Selfoss á sunnudaginn var og er í efsta sæti deildarinnar með 43 stig. Spennan er þó mikil þar sem ÍBV kemur næst með 42 stig og ríkjandi meistarar FH, eru með 41 stig. „Undirbúningi fyrir þennan leik hefur verið háttað eins og fyrir alla aðra leiki. Við spiluðum á sunnudaginn og vorum ánægðir með þann sigur. Svo kom æfing á mánudaginn þar sem við hreinsuðum þann leik úr huganum. Ég bað svo strákana um að vera ekkert að hugsa um leikinn á morgun fyrr en á fimmtudag eða föstudag í fyrsta lagi." „Forsenda fyrir því að ná góðum árangri í leiknum á morgun er að menn hafi verið góðir á æfingum í vikunni. Ég bað því menn um að einbeita sér að æfingu hvers dags. Úrslitin á morgun eiga að endurspegla það sem við höfum verið að vinna að í vikunni." „Og við erum búnir að undirbúa okkur vel. Það erl ítið hægt að gera. Þetta er eins og með golfið. Kylfingur sem fer í keppni er ekki að breyta um sveiflu í miðju móti. Það er eins með okkur og golfarana sem ætla bara að spila sitt golf. Við ætlum að spila okkar leik." Breiðablik mætir Stjörnunni á útivelli á morgun þar sem spilað er á gervigrasi. Það hefur verið nokkuð gagnrýnt að undanförnu fyrir að vera komið til ára sinna auk þess sem það þykir hættulegt að spila á því þurru. „Við æfum í níu mánuði ársins á gervigrasi og við höfum spilað þarna ári. Ég get tekið undir það að það er hættulegt að spila á gervigrasi þegar völlurinn er þurr en ég býst við að himnafaðirinn muni sjá um að vökva á morgun." „Við höfum líka æft á gervigrasinu fyrir utan Kórinn í vikunni svo að leikmenn geti vanist undirlaginu. Það er öðruvísi að hlaupa og gefa sendingar á því." „Mér líst annars vel á að mæta Stjörnunni. Þetta er fínt lið sem hefur tekið þátt í nokkrum fjörugum leikjum í sumar. Stjörnumenn fara pressulausir í þennan leik og það verður athyglisvert að mæta þeim." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, líst vel á sína menn degi fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla. Ef Blikar vinna sinn leik á morgun verða þeir Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur. Síðasta vika var erfið en þá mættum við Fylki, KR og Selfossi. Í einhverjum leikjum örlaði á því að spennustigið væri of hátt en strákarnir tókust vel á við það í leikjunum sjálfum," sagði Ólafur. Breiðablik vann Selfoss á sunnudaginn var og er í efsta sæti deildarinnar með 43 stig. Spennan er þó mikil þar sem ÍBV kemur næst með 42 stig og ríkjandi meistarar FH, eru með 41 stig. „Undirbúningi fyrir þennan leik hefur verið háttað eins og fyrir alla aðra leiki. Við spiluðum á sunnudaginn og vorum ánægðir með þann sigur. Svo kom æfing á mánudaginn þar sem við hreinsuðum þann leik úr huganum. Ég bað svo strákana um að vera ekkert að hugsa um leikinn á morgun fyrr en á fimmtudag eða föstudag í fyrsta lagi." „Forsenda fyrir því að ná góðum árangri í leiknum á morgun er að menn hafi verið góðir á æfingum í vikunni. Ég bað því menn um að einbeita sér að æfingu hvers dags. Úrslitin á morgun eiga að endurspegla það sem við höfum verið að vinna að í vikunni." „Og við erum búnir að undirbúa okkur vel. Það erl ítið hægt að gera. Þetta er eins og með golfið. Kylfingur sem fer í keppni er ekki að breyta um sveiflu í miðju móti. Það er eins með okkur og golfarana sem ætla bara að spila sitt golf. Við ætlum að spila okkar leik." Breiðablik mætir Stjörnunni á útivelli á morgun þar sem spilað er á gervigrasi. Það hefur verið nokkuð gagnrýnt að undanförnu fyrir að vera komið til ára sinna auk þess sem það þykir hættulegt að spila á því þurru. „Við æfum í níu mánuði ársins á gervigrasi og við höfum spilað þarna ári. Ég get tekið undir það að það er hættulegt að spila á gervigrasi þegar völlurinn er þurr en ég býst við að himnafaðirinn muni sjá um að vökva á morgun." „Við höfum líka æft á gervigrasinu fyrir utan Kórinn í vikunni svo að leikmenn geti vanist undirlaginu. Það er öðruvísi að hlaupa og gefa sendingar á því." „Mér líst annars vel á að mæta Stjörnunni. Þetta er fínt lið sem hefur tekið þátt í nokkrum fjörugum leikjum í sumar. Stjörnumenn fara pressulausir í þennan leik og það verður athyglisvert að mæta þeim."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira