Erlent

Lásu um dauða bróður síns á Facebook

Bobby Vourlis. Myndin er tekin af síðu sem stofnuð hefur til minningar um  Bobby á Facebook.
Bobby Vourlis. Myndin er tekin af síðu sem stofnuð hefur til minningar um Bobby á Facebook.
Ástralskar tvíburasystur komust að því að bróðir þeirra hefði dáið í hræðilegu bílslysi í grennd við Sydney þegar þær lásu heimasvæði sín á samskiptavefnum Facebook síðastliðinn sunnudag. Lögreglan hafði þá ekki tilkynnt fjölskyldunni að bróðirinn Bobby Vourlis hefði lent í bílslysi. Fjögur önnur ungmenni voru í bifreiðinni og dóu tvö þeirra.

Systurnar áttu afmæli umdræddan dag og fóru því inn á samskiptavefinn til að skoða afmæliskveðjur en sáu þess í stað tilkynningar um að bróðir þeirra og vinir hans væru látnir.

„Ég skildi þetta ekki. Allir skrifðu "Hvíl þú í friði Chris Naylor" og "Hvíl þú í friði Bobby" og ég hugsaði, hvað er eiginlega í gangi," er haft eftir Angelu, annarri systurinni, á vef breska dagblaðsins Telegraph.

Lögregluyfirvöld í Sydney hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki látið fjölskylduna vita að Bobby hefði lent í alvarlegu slysi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×