Enski boltinn

Benitez: Sýnið mér seðlana eða ég fer

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rafa Benitez vill vera áfram í herbúðum Liverpool en bara ef hann fær einhverja peninga til þess að versla leikmenn í sumar. Þetta segir umboðsmaður hans, Manuel Garcia Quilon.

Quilon segir að Benitez muni setjast niður með hinum nýja stjórnarformanni Liverpool, Martin Broughton, í vikunni til þess að ræða framtíð stjórans.

„Ég get sagt að Rafa vill vera áfram hjá félaginu en hann vill vita hver framtíðaráform félagsins eru. Hversu mikið félagið er til í að eyða í leikmenn skiptir miklu máli," sagði umbinn en Liverpool er líklega ekki að fara að eyða miklu þar sem félagið er illa statt fjárhagslega og verður þess utan ekki með í Meistaradeildinni næsta vetur. Félagið missir af miklum tekjum þar.

Í ljósi fjárhagsstöðunnar er óvissa með framtíð stjarna félagsins, þeirra Fernando Torres og Steven Gerrard.

Man. City vill fá Torres og er til í að greiða 70 milljónir punda fyrir framherjann. Fjölmörg félög hafa svo áhuga á Gerrard og nægir að nefna Inter og Real Madrid í því sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×