Erlent

Yemen snýst til varnar gegn al-Kaida

Óli Tynes skrifar
Sana höfuðborg Yemens er þekkt fyrir sérstakan arkitektúr.
Sana höfuðborg Yemens er þekkt fyrir sérstakan arkitektúr.

Yfirvöld í Yemen hafa þrengt verulega vegabréfsáritanir til þess að reyna að stemma stigu við því að islamistar laumi sér inn í landið til þess að komast í þjálfunarbúðir al-Kaida þar.

Hingaðtil hafa aðkomumenn fengið vegabréfsáritun við komuna til landsins. Nú þurfa þeir að sækja um hana í einhverju af sendiráðum landsins áður en þeir leggja upp.

Bretar tilkynntu í gær að þeir hefðu stöðvað beint flug milli Bretlands og Yemens. Það á bæði við bresk flugfélög og Yemenska flugfélagið.

al-Kaida hefur verið að auka umsvif sín í Yemen undanfarin misseri. Nígeríumaður sem reyndi að sprengja bandaríska flugvél á flugi á jóladag, var þjálfaður í Yemen.

Yemen er bláfátækt ríki syðst á Arabíuskaganum. Það hefur veika ríkisstjórn sem ekki ræður miklu utan höfuðborgarinnar Sana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×