BUGL: Bráðainnlögnum fjölgar um þriðjung Helga Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2010 19:03 Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna. Algengt hefur verið að bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina hafa verið 15-20 á mánuði. Það er þó sveiflukennt en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting þar á því þær hafa farið upp í þrjátíu á mánuði. „Við veltum fyrir okkur hvað þarna sé á ferðinni, hvort þetta geti verið vísbending um að það sé aukið álag á barnafjölskyldur. Það komi þannig fram að þær sem standa höllum fæti fyrir og börn sem eru veikari fyrir þurfi á meiri aðstoð að halda og stundum bráðaþjónustu," segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirgeðlæknir á BUGL. Þetta eru flest ungmenni á aldrinum 13-18 ára þó aldurinn hafi farið allt niður í átta ára í örfáum tilvikum. „Hvað bráðamálin varðar þá er það oftast í tengslum við lífsleiða og uppgjöf eða sjálfsskaðahegðun og sjálfsvígstilraunir. Allt er þetta tengt alvarlegu þunglyndi, kvíða og þess háttar." Breyttar aðstæður barna geti valdið mikilli vanlíðan segir Ólafur. Þurfi börn að skipta um húsnæði vegna atvinnu-eða húsnæðismissis foreldra geti það oft skapað álag fyrir börn sem séu veik fyrir. Hann segir álag hafa aukist verulega á geðheilbrigðiskerfið. „Við óttumst að niðurskurðurinn sé kominn fram og vörum við því" Reynsla annarra þjóða sýni að niðurskurður á stuðningsúrræðum bitni verst á þeim séu veikir fyrir og geti gert vanda þeirra verri. Nú bíði hátt í tuttugu ungmenni í miklum vanda eftir innlögn á BUGL. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna. Algengt hefur verið að bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina hafa verið 15-20 á mánuði. Það er þó sveiflukennt en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting þar á því þær hafa farið upp í þrjátíu á mánuði. „Við veltum fyrir okkur hvað þarna sé á ferðinni, hvort þetta geti verið vísbending um að það sé aukið álag á barnafjölskyldur. Það komi þannig fram að þær sem standa höllum fæti fyrir og börn sem eru veikari fyrir þurfi á meiri aðstoð að halda og stundum bráðaþjónustu," segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirgeðlæknir á BUGL. Þetta eru flest ungmenni á aldrinum 13-18 ára þó aldurinn hafi farið allt niður í átta ára í örfáum tilvikum. „Hvað bráðamálin varðar þá er það oftast í tengslum við lífsleiða og uppgjöf eða sjálfsskaðahegðun og sjálfsvígstilraunir. Allt er þetta tengt alvarlegu þunglyndi, kvíða og þess háttar." Breyttar aðstæður barna geti valdið mikilli vanlíðan segir Ólafur. Þurfi börn að skipta um húsnæði vegna atvinnu-eða húsnæðismissis foreldra geti það oft skapað álag fyrir börn sem séu veik fyrir. Hann segir álag hafa aukist verulega á geðheilbrigðiskerfið. „Við óttumst að niðurskurðurinn sé kominn fram og vörum við því" Reynsla annarra þjóða sýni að niðurskurður á stuðningsúrræðum bitni verst á þeim séu veikir fyrir og geti gert vanda þeirra verri. Nú bíði hátt í tuttugu ungmenni í miklum vanda eftir innlögn á BUGL.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira