Innlent

Gefa kost á sér á Seltjarnarnesi

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Samfylkingin á Seltjarnarnesi efnir til forvals vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sex gefa kost á sér, fjórar konur og tveir karlar. Samfylkingin hefur aldrei áður boðið fram sjálfstætt í bæjarfélaginu.

Forvalið fer fram laugardaginn 30. janúar frá klukkan 11 til 15 í Valhúsaskóla og er opið öllum félags- og stuðningsmönnum Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×