Bílalán eru flestum heimilum til trafala 14. apríl 2010 03:00 bílafloti Skuldsettustu heimilin eru í hvað mestum vanda vegna bílalána. Um 3800 heimili af þeim verst settu borga af tveimur bílalánum.éttablaðið/vilhelm Ný úttekt Seðlabanka Íslands (SÍ) sýnir að 24 þúsund heimili í landinu glíma enn við verulega greiðsluerfiðleika þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda og úrræði fjármálafyrirtækja. Þau heimili sem eru í mestum vanda bera hátt í helming allra skulda vegna bílakaupa og 27 prósent íbúðarlána. Ein af megin niðurstöðum úttektarinnar er að skuldsetning vegna bílakaupa gegni stóru hlutverki í að skapa þann skuldavanda sem heimilin í landinu berjast við. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá SÍ, segir mikið hafa áunnist síðan síðasta úttekt bankans á skuldavanda heimilanna var unnin, en bráðabirgðaniðurstöður voru birtar síðastliðið haust. Nýju gögnin sýni að um fimm þúsund heimili hafi nú getu til að standa undir skuldum sem gátu það ekki áður. „Þessi úttekt gerir okkur ekki síst kleift að kortleggja þann hóp sem enn er í vanda. Það eru tekjulágir og barnafólk frekar en barnlausir. Frekar ungt fólk en eldra og greinilegt að vandinn er töluvert mikill á þeim svæðum þar sem hraðast byggðust upp í húsnæðisuppsveiflunni." Í úttektinni kemur fram að ef ekki hefði verið gripið til frystingar lána strax eftir hrun væri hlutfall verst settu skuldaranna verið mun hærra. Aðrar aðgerðir sem gripið var til á seinni stigum hafa líka aðstoðað nokkurn hóp fjölskyldna. „Það breytir því þó ekki að um 24 þúsund heimili eru enn í verulegum vanda." Þorvarður Tjörvi segir að næstu skref til að létta á skuldavanda heimilanna snúi helst að bílalánum. „Við sýnum hvert athyglin ætti helst að beinast og það eru frekar bílalánin en húsnæðislánin. Þau virðast vera veigamikil skýring af hverju þessir hópar sem ég nefndi eru í þessum vanda." Þorvarður segir að gagnagrunnur SÍ um skuldavanda heimilanna sé orðinn gríðarlega stór og stjórnvöld og fjármálastofnanir geti nýtt sér hann á marga vegu til að grípa til næstu aðgerða til að aðstoða skuldsett heimili. Gagnagrunnurinn eigi sér reyndar enga hliðstæðu í heiminum. svavar@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Ný úttekt Seðlabanka Íslands (SÍ) sýnir að 24 þúsund heimili í landinu glíma enn við verulega greiðsluerfiðleika þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda og úrræði fjármálafyrirtækja. Þau heimili sem eru í mestum vanda bera hátt í helming allra skulda vegna bílakaupa og 27 prósent íbúðarlána. Ein af megin niðurstöðum úttektarinnar er að skuldsetning vegna bílakaupa gegni stóru hlutverki í að skapa þann skuldavanda sem heimilin í landinu berjast við. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá SÍ, segir mikið hafa áunnist síðan síðasta úttekt bankans á skuldavanda heimilanna var unnin, en bráðabirgðaniðurstöður voru birtar síðastliðið haust. Nýju gögnin sýni að um fimm þúsund heimili hafi nú getu til að standa undir skuldum sem gátu það ekki áður. „Þessi úttekt gerir okkur ekki síst kleift að kortleggja þann hóp sem enn er í vanda. Það eru tekjulágir og barnafólk frekar en barnlausir. Frekar ungt fólk en eldra og greinilegt að vandinn er töluvert mikill á þeim svæðum þar sem hraðast byggðust upp í húsnæðisuppsveiflunni." Í úttektinni kemur fram að ef ekki hefði verið gripið til frystingar lána strax eftir hrun væri hlutfall verst settu skuldaranna verið mun hærra. Aðrar aðgerðir sem gripið var til á seinni stigum hafa líka aðstoðað nokkurn hóp fjölskyldna. „Það breytir því þó ekki að um 24 þúsund heimili eru enn í verulegum vanda." Þorvarður Tjörvi segir að næstu skref til að létta á skuldavanda heimilanna snúi helst að bílalánum. „Við sýnum hvert athyglin ætti helst að beinast og það eru frekar bílalánin en húsnæðislánin. Þau virðast vera veigamikil skýring af hverju þessir hópar sem ég nefndi eru í þessum vanda." Þorvarður segir að gagnagrunnur SÍ um skuldavanda heimilanna sé orðinn gríðarlega stór og stjórnvöld og fjármálastofnanir geti nýtt sér hann á marga vegu til að grípa til næstu aðgerða til að aðstoða skuldsett heimili. Gagnagrunnurinn eigi sér reyndar enga hliðstæðu í heiminum. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira