Handbolti

Sigrar hjá Gummersbach og RN Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson.

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Gummersbach áttu bæði góðu gengi að fagna í Evrópukeppninni í dag.

Rhein Neckar Löwen vann sterkan útisigur á pólska liðinu Kielce, 32-35, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 19-15.

Hvorki Ólafur Stefánsson né Snorri Steinn Guðjónsson komust á blað í leiknum fyrir Löwen. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki vegna meiðsla. Löwen er efst í sínum riðli.

Róbert Gunnarsson og félagar spiluðu fyrri leikinn sinn gegn portúgalska liðinu Braga í Evrópukeppni bikarhafa.

Gummersbach vann aðeins fjögurra marka sigur, 30-26, og á eftir að fara til Portúgal.

Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Gummersbach í leiknum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×