Handbolti

Bene­dikt með fjögur mörk í öruggum sigri

Aron Guðmundsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson í leik með Kolstad
Benedikt Gunnar Óskarsson í leik með Kolstad kolstad

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk þegar að Kolstad vann tíu marka sigur á Nærbö í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 36-26 sigur Kolstad. 

Sigurinn sér til þess að Kolstad heldur sér á toppi norsku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið er með tuttugu og fjögur stig og eins stigs forskot á Elverum sem vermir annað sætið. 

Þetta var fjórði sigurleikur Kolstad í röð í deildinni en liðið hefur aðeins tapað einum leik af þrettán til þessa. 

Fjögur mörk Benedikts í leiknum var ekki eina framlag Íslendinga til hans. Sigurjón Guðmundsson varði tvö skot í markinu þegar að hann leysti af aðalmarkvörðinn Andreas Palicka. 

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með Kolstad í kvöld vegna meiðsla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×